fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Bjarni er sá yngsti sem sest hefur á þing

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. apríl 2017 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Viðreisn.is

Bjarni Halldór Janusson verður í dag sá yngsti í sögunni til að taka sæti á Alþingi, hann tekur sæti í dag í fjarveru Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Bjarni skipaði 4. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi og er því annar varamaður. Bjarni er fæddur 4. desember árið 1995 og er því 21 árs, 4 mánaða og 20 daga gamall. Fyrra met átti Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðasta kjörtímabili, en hún var 21 árs og 303 daga gömul þegar hún tók sæti á þingi, hún á hins vegar enn metið yfir kjörna þingmenn.

Það er skammt milli meta en Jóhanna sló met Gunnars Thoroddsen sem var 23 ára og 177 daga gamall þegar hann komst fyrst á þing 1934.

Bjarni Halldór er stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Bjarni situr í Stúdentaráði Háskóla Íslands en var áður framkvæmdastjóri nemendafélags NFS og  MORFÍs. Hann er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar