fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Á að segja það með blómum?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. apríl 2017 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson:

 Verða það örlög rokkarans ljúflynda, sem lentur er á stóli heilbrigðisráðherra, að einkavæðing heilbrigðiskerfisins gerist hægt og hljótt inn um bakdyrnar hjá honum?

Landlæknir – sem hefur vakið þjóðarathygli fyrir skörungsskap – segir skýrt og skorinort, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að óbreyttum lögum, að fjárfestar í heilsuleysi geti farið að skrifa reikninga á skattgreiðendur (eins og hugur þeirra stendur til) – nema ráðherrann taki í taumana. Ráðherrann er þögull sem gröfin. Hvar er nú framtíðin bjarta?

Af þessu tilefni skaut upp kollinum mynd frá fyrri tíð. Myndir segja stundum meira en mörg orð. Myndin var af geðþekkri konu, sem að loknum kosningum 1995 var nýlega sest í stól heilbrigðisráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir, heitir hún, Framsóknarkona ofan af Skipaskaga. Myndin var af glaðbeittum sérfræðilæknum, sem voru að færa ráðherranum risablómvönd. Öll brostu þau út í eitt.

Og hvert var tilefnið? Jú, ráðherra hafði látið það verða eitt sitt fyrsta verk á ráðherrastóli að afnema svokallað tilvísunarkerfi, sem forveri hennar, Sighvatur Björgvinsson, hafði vaðið eld og brennistein til að koma í gegn. En hjúkrunarkonan , sem nú fór með húsbóndavald í heilbrigðisráðuneytinu í umboði Framsóknar, ætlaði ekki að standa í stríði við sérfræðilækna. Hún gekk að öllum þeirra kröfum. Þeir áttu henni mikið upp að unna – og vildu segja það með blómum.

Sjálftaka

Jón Baldvin Hannibalsson. Mynd/Þormar Vignir Gunnarsson

Um hvað snerist málið? Á árunum 1988 til 1994 gengu Íslendingar í gegnum lengstu samfelldu kreppu lýðveldistímans. Hagvöxtur var neikvæður frá ár frá ári. Það var aflabrestur og viðskiptakjör fóru versnandi. Ríkisfjármál voru við það að fara úr böndununm.  Erlend skuldasöfnun fór vaxandi.

Þetta var staðan, þegar Sighvatur Björgvinsson, Vestfirðingur, tók við embætti heilbrigðisráðherra 1993 – fyrir tæpum aldarfjórðungi. Þrátt fyrir að vera ung þjóð fóru útgjöld til heilbrigðismála hraðvaxandi, langt umfram það, sem gerðist með öðrum þjóðum OECD.

Einn útgjaldaflokkur skar sig úr. Útgjöld innan hans uxu sjálfkrafa. Þau héldust engan veginn innan ramma fjárlaga. Þetta voru útgjöld til sérfræðilækna. Um þá giltu engar fjöldatakmarkanir. Flestir voru í hlutastörfum á sjúkrahúsum, en ráku eigin stofur meðfram.  Þangað vísuðu þeir sjúklingum. Kerfið sjálft bauð upp á hvort tveggja: innbyggðan hagsmunaárekstur og sjálftöku. Án takmarkana.

Sighvatur ákvað að taka á vandanum. Hann kom sér upp öflugum samstarfshópi. Niðurstaða þeirra var, að kerfið væri að fara úr böndunum.  Það yrði að efla grunnþjónustuna: heimilislækna og heilsugæslustöðvar.  Og koma á tilvísunarkerfi, sem var rótgróið með grannþjóðum. Með tilvísun heimilislæknis væri sérfræðiþjónusta verulega niðurgreidd. Án tilvísunar yrði hún dýrari. WHO – alþjóðaheilbrigðisstofnunin mælti eindregið með þessari skipan, bæði af faglegum ástæðum (allar upplýsingar um heilsufar sjúklinga á einum stað) og til að koma böndum á sjálfvirka kostnaðaraukningu.

Stríð

Samtök sérfræðilækna fór í stríð. Þeir sögðu, að ráðherrann væri að svipta sjúklinga gæðaþjónustu. Þeir rúlluðu sjúklingum á hjólastólum fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og létu sjúklinga vitna um, að ráðherrann stefndi lífi þeirra í voða. Þeir réðu sér lögfræðing og almannatengil úr innsta hring íhaldsins og hófu linnulausa fjölmiðlaherferð. Í öðrum hverjum fréttatíma sjónvarps vitnuðu sjúklingar um mannvonsku ráðherrans.  Fjölmiðlar spiluðu með.  Þetta var spennandi.

Undir lokin hótuðu þeir allsherjar landflótta sérfræðilækna.  Þetta hreif. Skoðanakönnuður mat það svo, að Alþýðuflokkurinn hefði tapað tveimur þingsætum út á þennan áróður (fyrir utan að heilög Jóhanna lagði sérfærðingunum lið með því að kljúfa flokkinn).

Fyrir kosningarnar 1995 spöruðu sérfræðingarnir hvorki fé né fagurgala til að verja sitt sjálftökukerfi –  á kostnað skattgreiðenda.  Þeir unnu. Fögnuðu sigri og sögðu það með blómum. Síðan hefur kerfið verið í gíslingu þeirra. Sérfróðir menn  hafa sagt, að nú svo komið, að grunnþjónustan rísi varla lengur undir nafni. Það séu alla vega orðin seinustu forvöð að koma á tilvísunarkerfi og þar með böndum á sjálftökuna.

Þetta er sígild dæmisaga um pólitísk átök milli sérhagmunaafla og almannahagsmuna. Það þarf kjark, þrautseigju og jafnvel eldmóð til að standa vaktina í þágu almannahagsmuna. Það er ekki heiglum hent. En sagan er lærdómsrík.  Nú er spurningin: Þorir rokkarinn?  Það er meira í húfi en svört framtíð.

(Höf. var einu sinni fjármálaráðherra)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki

Sigmundur Ernir skrifar: Kunnum ekki, getum ekki, megum ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt

Þorbjörg Sigríður: Undarlegt að kveinka sér undan því að þurfa að mæta til vinnu – ekkert nýtt að veiðigjöldum sé breytt