fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Flokkur fólksins ætlar að bjóða fram í borginni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir flokkinn bjóða fram í til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík næsta vor. Einnig verði skoðað að bjóða fram undir merkjum hans í fleiri sveitarfélögum.

Flokkur fólksins ætlar að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða að ári. Inga Sæland formaður flokksins segir að Flokkur fólksins muni sömuleiðis bjóða fram í öðrum sveitarfélögum sé vilji fyrir slíku og fólk fáist til að manna lista. Þetta kom fram í vitali sem Óðinn Jónsson fréttamaður tók við Ingu Sæland í þættinum Morgunvaktin á RUV Rás 1 nú morgun.

„Við bjóðum bara fram í öllum sveitarfélögum sem vilja bjóða fram undir okkar merki, en alveg örugglega í borginni, það er nokkuð ljóst,“

sagði Inga.

Flokkur fólksins fékk 3,54 prósenta fylgi á landsvísu í Alþingiskosningunum í október síðastliðinn. Mest fylgi fékk hann á höfuðborgarsvæðinu.

Flokkurinn undirbýr nú málsókn á hendur ríkinu vegna afturvirkra skerðinga á lífeyrisréttindum frá Tryggingastofnun. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrum Hæstaréttardómari hefur tekið að sér að fara með málið.

Landsfundur flokkisins verður haldinn í Reykjavík 29. apríl næstkomandi.

Með því að smella hér má heyra viðtal Óðins Jónssonar við Ingu Sæland.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“