fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Pawel vill einkaleyfi leigubíla burt: „Þetta er ekki eins og kvótakerfið“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 30. maí 2017 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

„Við búum við ákveðna tegund af löggjöf í þessum efnum, á höfuðborgarsvæðinu einskorðum við okkur við leyfi fyrir 550 leigubíla. Þannig að þetta er ákveðin aðgangshindrun og það er það sem eftirlitsstofnun EFTA er að benda á í sínu áliti um norska leigubílalöggjöf sem svipar til okkar, að þetta feli í sér aðgangshindrun á markað.“

Þetta sagði Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sm hann ræddi um fyrirspurn sína til samgönguráðherra um viðbrögð við áliti EFTA um löggjöf um leigubílaakstur. Segir Pawel að vissulega sé um að ræða álit um löggjöf annars ríkis en það gefi tilefni til að skoða kerfið hér á landi upp á nýtt. Varðandi áhyggjur leigubílstjóra sem stóðu fyrir málþingi nýverið þar sem varað var við ólöglegum leigubílaakstri segir Pawel:

Þarna er hugsanlega verið að tala um það að markaðurinn er að koma inn og fylla ákveðið gat. Þessi þjónusta í dag er kannski ekki lengur að standast tímans tönn. Persónulega fagna ég ekki að menn séu með einhverja síðu sem er á gráu svæði en þess þá heldur að endurskoða löggjöfina þannig að þetta sé hægt að gera svona hluti kannski örlítið meira löglega.

Pawel segir það vel koma til greina að halda svipaðri umgjörð og er nú, það þurfi leyfi og fara á námskeið en að komið sé í veg fyrir fjöldatakmarkanir á fjölda leyfa sem Pawel segir gera meira ógagn en gagn, þá sérstaklega fyrir neytendur. Pawel segir að takmörkun sem þessi sé eingöngu gerð fyrir þá sem séu með leyfi og koma í veg fyrir samkeppni sem geti verið þeim hvimleið. Aðspurður hvort það eigi ekki einfaldlega að fjölga leyfunum í takt við fjölda ferðamanna:

Jú það yrði tiltölulega auðveld aðgerð. Ráðherra gæti gert það með að því skrifa undir nýja reglugerð. Fyrir utan að þá þyrftum við að ákveða hvernig við myndum úthluta þessum nýju leyfum, draga eða bjóða upp, jú það væri skammtímalausn en ég spyr mig einfaldlega hver sé þörfin fyrir að takmarka þessi leyfi? Þetta er ekki eins og kvótakerfið þar sem auðlindin er takmörkuð, þarna er hindrunin augljóslega gervileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa