fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Eyjan

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins gefur Íslandi háa einkunn

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 24. júní 2017 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins IMF fagnar frammistöðu íslenska hagkerfisins þar sem saman fari mikill hagvöxtur, lág verðbólga, uppbygging gjaldeyrisforða, afgangur á afkomu hins opinbera og á viðskiptajöfnuði, ásamt lækkandi skuldabyrði hins opinbera. Traust tök á hagstjórninni og uppgangur í ferðaþjónustu síðustu misserin hafi stuðlað að þessari hagfelldu þróun.

Sendinefnd á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var hér á landi í mars sl. til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila og til að leggja mat á stöðu og horfur í efnahagsmálum hér á landi. Sendiförin er liður í reglubundnu samráði sjóðsins við íslensk stjórnvöld í samræmi við IV grein stofnsáttmála AGS.

Framkvæmdastjórn sjóðsins fjallaði um úttektina á fundi sínum 12. júní sl. og hefur sjóðurinn nú birt niðurstöður þeirrar umfjöllunar ásamt skýrslunni og fylgigögnum. Í fréttatilkynningu frá sjóðnum segir að stjórnin telji íslensk stjórnvöld hafa staðið vel að verki við skipulega losun fjármagnshafta en minna á að frjálst flæði fjármagns muni fela í sér áhættuþætti samhliða nýjum tækifærum. Stjórnin bendir einnig á að möguleg ofhitnun hagkerfisins gæti leitt af sér áhættur og áskoranir, sem kallar á að stjórnvöld verði vel á verði gagnvart útlánavexti og þenslu á fasteignamarkaðinum, spennu á vinnumarkaði og launahækkunum.

Framkvæmdastjórnin hvetur stjórnvöld til að beita aðhaldssamri hagstjórn, stíga markviss skref til að styrkja eftirlit með fjármálamarkaðinum og koma á burðugu stoðkerfi til að stýra málefnum ferðamannageirans. Stjórnin mælir með því að beitt verði meira aðhaldi á útgjaldhlið hins opinbera á árinu 2017 til að afkoman vegi meira á móti eftirspurnarþenslu en ráðgert var í fjárlögum ársins. Einnig geti þurft að auka aðhaldsstig fjármálastefnunnar ef hætta á ofhitnun fer vaxandi.

Í tilkynningu sinni leggur framkvæmdastjórnin áherslu á mikilvægi þess að stjórna innflæði fjármagns í landið af varfærni. Í ljósi biturrar reynslu Íslands hafa flestir stjórnarmenn skilning á núverandi bindiskyldu sem beitt er á tiltekið innflæði erlends fjármagns. Beiting slíkra fjárstreymistækja þurfi þó að vera gagnsæ og tímabundin og ætti almennt ekki að koma í stað þeirrar efnahagslegu aðlögunar sem þörf er á hverju sinni. Framkvæmdastjórnin telur að Seðlabanki Íslands hafi staðið að peningastefnunni með forsjálni og að fyrirkomulag á verðbólgumarkmiði bankans hafi haldið aftur af verðbólguvæntingum og stuðlað að lágri verðbólgu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“