fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Fjárfestingaleiðin: Ólafur og Hjörleifur gætu innleyst ríflegan gengishagnað

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ólafsson. Mynd: Sigtryggur Ari/DV

Félag í eigu Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Samskipa, og Hjörleifs Jakobssonar fjárfestis kom með tæplega tvo milljarða króna til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands í desember 2012. Miðað við núverandi gengi gæti félagið innleyst um 809 milljónir í gengishagnað, samkvæmt útreikningum Markaðar Fréttablaðsins, en blaðið skýrir frá þessu í dag í úttekt á fjárfestingaleiðinni.

Fjármunir Ólafs og Hjörleifs verða lausir til ráðstöfunar í lok ársins. Árleg ávöxtun yrði þá 13,7 prósent. Við bætist síðan ávöxtunin af sjálfri fjárfestingunni.

Umrætt félag, Arius ehf., tók þátt í útboði fjárfestingarleiðarinnar í lok árs 2012 og fékk þannig ríflega tuttugu prósenta afslátt af krónunum. Voru fjármunirnir einkum nýttir til fjárfestinga í Samskipum og fasteignafélaginu Festingu. Arius er dótturfélag hollenska félagsins SMT Partners B.V. sem er í áttatíu prósenta eigu Ólafs og tuttugu prósenta eigu Hjörleifs.

Fjárfestingarleið Seðlabankans gekk út á að fjárfestar komu með gjaldeyri til landsins og skiptu honum fyrir krónur og fjárfestu hér til lengri tíma. Gulrótin var að þeir fengu um tuttugu prósenta afslátt af krónunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki

Séra Örn Bárður Jónsson: Ekki tilviljun að Norðurlöndin eru fremst – þjóðkirkjan er í lykilhlutverki
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið