fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Björn Bjarnason: Fráleitt að segja niðurstöðurnar ákall um vinstri stjórn – Mynda þessir flokkar ríkisstjórn?

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 29. október 2017 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafs Ragnars bíða margar erfiðar spurningar velji hann að fara í framboð á nýjan leik segir Björn Bjarnason

„Vinstri blokkin fær aðeins 38,2% atkvæða. Að segja það ákall um vinstri stjórn er fráleitt. Það hvílir á borgaraflokkunum að mynda stjórn,“ segir Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, um niðurstöður kosninganna, í pistli á vef sínum.

Björn bendir á að stjórnarflokkarnir hafi tapað samtals tólf þingmönnum; Sjálfstæðismenn 5, Viðreisn 3 og Björt framtíð öllum sínum fjórum.

„Með stjórnarslitum Bjartrar framtíðar og rökunum fyrir henni var tónninn sleginn. Ásakanir um spillingu Sjálfstæðismanna einkenndu baráttuna fyrstu vikurnar og lagði vefsíðan Stundin sitt af mörkum með upprifjun mála úr skjölum slitabús Glitnisbanka. Fréttastofa ríkisútvarpsins gekk í lið með Stundinni meðal annars með blekkingarfrétt að kvöldi laugardags 21. október, viku fyrir kjördag. Þá var úrslitatilraun gerð til að halda í lífi í spillingartalinu,“ segir Björn sem bætir við að „aðförin“ að flokknum hafi ekki tekist. Fylgi VG hafi dalað í aðdraganda kosninga og flokkurinn ekki bætt við sig nema einum þingmanni.

Björn segir að meginvandi Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir sé hversu mikið hefðbundið fylgi hans dreifist víða. „Til að ná fyrri styrk og komast upp fyrir 30% í fylgi sem er eina leiðin til að skapa hér festu í stjórnmálum þarf forysta flokksins að finna leið til að sameina krafta borgaralegra afla á nýjan leik,“ segir Björn sem lýsir Miðflokkinn og Flokk fólksins sem sigurvegara kosninganna.

Björn hallast að stjórn B, D, F og M.

„Innan Miðflokksins er hópur frjálshyggjumanna og Flokkur fólksins höfðar til hóps kjósenda sem Sjálfstæðisflokkurinn verður að nálgast; hann hefur sótt styrk sinn í varðstöðu um hagsmuni þessa fólks. Viðreisn sem gerir lítið úr hagsmunum bænda og sjómanna er málsvari hóps sem einnig hefur rúmast innan Sjálfstæðisflokksins. „Öll sjónamiðin sem ríkja í Miðflokknum, Flokki fólksins og Viðreisnar eiga sér málsvara í Sjálfstæðisflokknum annars væri hann ekki, þrátt fyrir allt, stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum landsins.“

Björn á von á flókinni stjórnarmyndun í ljósi þess að nú séu átta þingflokkar á þingi. „Viðurkenni stjórnmálamenn hins vegar hvar línan er í raun dregin af kjósendum sjá þeir að mörkin eru á milli: Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar annars vegar og VG, Samfylkingar og Pírata hins vegar,“ segir Björn sem segir það hvíla á borgaraflokkunum að mynda stjórn.

„Hún verður að vera fjögurra flokka með Sjálfstæðismönnum, Miðflokksmönnum, Framsóknarmönnum og Flokki fólksins eða VIðreisn. Ég hallast að BDFM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi