Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,97 prósenta fylgi og Vinstri græn með 17,03 prósenta fylgi þegar talin hafa verið 39.262 atkvæði. Á kjörskrá voru 248.502.
Sjálfstæðisflokkur fékk 21 þingmann kjörinn í kosningunum í fyrra en fengi 17 þingmenn nú. Vinstri græn aftur á móti bæta við sig einum þingmanni og fá 11.
Samfylkingin mælist með 12,68 prósenta fylgi og fær 8 þingmenn kjörna. Í kosningunum í fyrra fékk flokkurinn þrjá þingmenn. Miðflokkurinn fær 10,84 prósent og sjö þingmenn. Framsóknarflokkurinn fær 9,91 prósent og sex þingmenn kjörna í samanburði við átta í fyrra.
Píratar eru með 8,87 prósent atkvæða og sex þingmenn en í fyrra fékk flokkurinn tíu þingmenn. Flokkur fólksins er með 6,82 prósent og fjóra þingmenn kjörna. Viðreisn er svo með 6,59 prósent og fjóra þingmenn sem er það sama og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Björt framtíð mælist með 1,11 prósenta fylgi og næði ekki manni inn.
Eins og staðan er núna munu átta þingflokkar eiga fulltrúar á þingi.