Samkvæmt fyrstu tölum alþingiskosninganna í Suðurkjördæmi vinna Flokkur Fólksins og Miðflokkurinn mikla sigra og ná báðir inn manni. Samvæmt fyrstu tölum bæta Framsóknarmenn einnig við sig manni en Sjáflstæðismenn tapa einum. Vinstri Grænir og Samfylkingin fá sitt hvoran þingmanninn en aðrir ná ekki inn.
7909 atkvæði hafa verið talin.
Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi er Karl Gauti Hjaltason. Samkvæmt fyrstu tölum nær Björt framtíð ekki inn manni og sagði Óttarr Proppé, ráðherra flokksins, að hann hefði á tilfinningunni að Björt framtíð ætti meira inni. Hann sagðist fullviss um að flokkurinn hefði tekið rétta ákvörðun þegar hann ákvað að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í haust.
Fyrstu tölur:
Björt Framtíð er með 0,7 %
Dögun er með 0,3%
Flokkur Fólksins er með 10,2%
Framsóknarflokkurinn er með 18,3%
Miðflokkurinn er með 13,8%
Píratar eru með 7,1%
Samfylkingin er með 9,9%
Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,2%
Viðreisn er með 2,8%
Vinstri Grænir eru með 11,7%