fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Viðreisn: Stöðugur sjávarútvegur þarf stöðugan gjaldmiðil

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og atvinnurekendur í öðrum rekstri, þurfa útgerðarmenn að gera áætlanir. Áætlanir um að kaupa skip, veiðiheimildir, uppfærslu vinnslutækja. Sjávarútvegurinn býr hinsvegar við það rekstrarumhverfi að hafa ekki hugmynd um hversu mikils virði fiskflakið er eftir eitt, þrjú eða fimm ár. Ástæðan er síflöktandi verðgildi íslensku krónunnar.

Minni útgerðir líða fyrir krónuna

Sérstaklega er þetta þungt fyrir minni útgerðir. Ekki eingöngu hafa þær minna fjárhagslegt bolmagn til að lifa af sjö mögur ár í von um sjö góð ár, heldur hafa þær síðri aðgang að þeirri fjármálaþjónustu sem stórútgerðin hefur. Ýmsar gengisvarnir og lán í erlendri mynt á lágum vöxtum gera stórútgerðinni kleift að minnka að nokkru leyti sveiflurnar í rekstri sínum. Litlu útgerðirnar eru úti í kuldanum.
Vesturland og Vestfirðir eru sérstaklega háð minni og meðalstórum útgerðum. Þær eru hryggjarsúla heilu samfélaganna. Þessar útgerðir berjast nú í bökkum þegar gengið er sterkt. Klunnaleg útfærsla auðlindagjalda, sem byggir á afkomu greinarinnar fyrir tveimur árum, bætir gráu ofan á svart.

Landsbyggðarfjandsamleg sjálfstæðisstefna

Viðreisn talar fyrir því að ráðast á rót vandans, sem er krónan. Ekkert ríki með færri en tvær milljónir íbúa heldur úti sjálfstæðum gjaldmiðli. Reynslan af þessari sjálfstæðisstefnu er öllum ljós; óstöðugleiki sem veldur mun hærri vöxtum en gengur og gerist. Landsbyggðin borgar brúsann.
Á vegum fjármálaráðherra Viðreisnar kortleggur nú stór hópur erlendra og innlendra sérfræðinga þá kosti sem eru í stöðunni. Þeirri vinnu lýkur snemma á næsta ári. En þessari vinnu þarf að fylgja eftir af festu og ákveðni. Þá þurfa að vera á þingi flokkar sem vilja gera hér breytingar, svo atvinnulífið og almenningur allur geti notið sambærilegra kjara og íbúar annarra landa.
Það þarf kjark til breytinga. Viðreisn hefur kjarkinn.

Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, er höfundur greinar.

C – listi Viðreisnar:

1. Gylfi Ólafsson, kt. 020583-4879, heilsuhagfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra, Sjafnargötu 6, Reykjavík.
2. Lee Ann Maginnis, kt. 291085-2029, lögfræðingur, Húnabraut 42, Blönduósi.
3. Haraldur Jóhann Sæmundsson, kt. 150184-2909, matreiðslumeistari, Heiðargerði 8, Akranesi.
4. Sigrún Helga Lund, kt. 030282-3619, dósent í tölfræði, Fálkagötu 30, Reykjavík.
5. Jón Ottesen Hauksson, kt. 200783-4769, framkvæmdastjóri, Álmskógum 7, Akranesi.
6. Ása Katrín Bjarnadóttir, kt. 180690-3289, nemi, Sandabraut 6, Akranesi.
7. Gísli Halldór Halldórsson, kt. 151066-5779, bæjarstjóri, Seljalandsvegi 36, Ísafirði.
8. Ragnheiður Jónasdóttir, kt. 300462-5889, verkefnastjóri, Hólmaflöt 7, Akranesi.
9. Sturla Rafn Guðmundsson, kt. 221050-4799, svæðisstjóri Rariks, Löngulínu 30, Garðabæ.
10. Arnheiður Steinþórsdóttir, kt. 100894-3439, sagnfræðinemi, Móholti 5, Ísafirði.
11. Ragnar Már Ragnarsson, kt. 200373-5109, byggingarfræðingur, Hjallatanga 34, Stykkishólmi
12. Unnur Björk Arnfjörð, kt. 010576-3349, skólastjóri, Mánagötu 3, Ísafirði.
13. Páll Árni Jónsson, kt. 051050-8199, tæknifræðingur, Nesbala 78, Seltjarnarnesi.
14. Berglind Long, kt. 170674-3329, matreiðslumaður, Grundarbraut 48, Ólafsvík.
15. Pálmi Pálmason, kt. 230451-4439, framkvæmdastjóri, Höfðagrund 3, Akranesi.
16. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, kt. 020358-5649, leikskólakennari, Mýrarbraut 19, Blönduósi.

Birtist fyrst í Vesturland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins