fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Svikin loforð og mismunun

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forystumenn stjórnmálaflokka á Alþingi keppast við að lofa að gera það, sem þeir hafa ekki gert, allt frá hruni, aftengja frítekjumarkið, hækka skattleysismörkin og bæta kjör lífeyrisþega og öryrkja, sem fá greiðslur frá TR.

Svik eftir hrun

Formaður Sjálfstæðisflokksins kemur í þriðja sinn fram með fyrirheit, sem hann hefur tvívegis áður svikið fyrir kosningar, 2013 og 2016, og formenn Vinstri grænna og Samfylkingar ætla allt að gera fyrir þá, sem þessir flokkar sviku eftir hrun með því að skerða mest greiðslur TR og sjúkratrygginga til þeirra sem þurftu og mynda skjaldborg um banka, fjármagnseigendur og vogunarsjóði, en ekki heimilin.

Fjármálaráðherra vinstri stjórnarinnar framseldi eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til slitabúa Kaupþings og Glitnis síðla árs 2009, án heimildar í lögum og í framhaldi keyptu hrægammasjóðir skuldir bankanna á 3–7% , sem þeir síðan innheimtu á heimilin í landinu 100% með þeim afleiðingum að um 10 þúsund heimili voru upprætt.

Bótaþegar ekki með

Þessir forystumenn vitna oft í hversu staðan sé góð á Íslandi, einkum forystumenn síðustu ríkisstjórnar með tilvísun í að meðallaun séu 719 þús á mánuði. Bótaþegar eru ekki með í þessari úttekt og ef miðað er við stuðul OECD er helmingur af meðallaunum viðmiðun að fátækt. Í úttekt frá OECD segir að þjóðartekjur á mann séu þær þriðju hæstu meðal aðildarríkja 2017. Andstæða þessa er önnur úttekt frá OECD frá 2013 sem segir að íslenska ríkið greiði minnst allra aðildarríkja til eftirlaunaþega, eða 1,93% af þjóðartekjum. Ef bætt er við „ólöglegu“ framlagi lífeyrissjóðanna til TR, þá er Ísland í 8. neðsta sæti.

Láglaunafólk svikið

Skattleysismörk eru ákveðin án viðmiðs við launavísitölu, sem ættu í dag að vera um 280 þúsund á mánuði sem skattfrjálsar tekjur, en eru í þess stað um 142 þúsund. Handvirk stjórnun ríkisstjórna frá 1988 til að svíkja láglaunafólk, eldri borgara með launatryggingu frá TR og öryrkja um launin sín!

Flokkurinn er nýtt stjórnmálaafl með fimm áhersluatriði í stefnuskrá sinni, sem hann lofar að standa við og svíkja ekki, til að leiðrétta þá mismunun sem að framan greinir. Auk þessa hefur flokkurinn sett fram skýra málefnaskrá, sem hægt er að kynna sér á flokkurfolksins.is. ásamt með áhersluatriðunum og hvernig kostuð verður án skattahækkana.

Höfundur er Halldór Gunnarsson, oddviti í framboði Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins