fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Akureyri – Sjálfbært sveitarfélag

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 28. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Brynjólfsson, höfundur greinar.

Frá því að tilfærzla verkefna frá ríki til sveitarfélaga hófst af krafti fyrir allmörgum árum hefur borið á töluverðri óánægju forsvarsmanna sveitarfélaganna með þá litlu fjármuni sem fylgt hafa verkefnunum, auk þess sem samningar um sum þeirra hafa runnið út án þess að nýir hafi verið gerðir í staðinn.
Eitt dæmi um slíkt snýr að öryggisvistun Akureyrarbæjar fyrir árið 2017. Akureyrarbær sinnir því verkefni fyrir ríkið og leggur út allan kostnað vegna þess, jafnvel þó enginn samningur þar að lútandi sé í gildi.

Tregða ríkisvaldsins

Annað dæmi snýr að rekstri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir daggjöld með hverjum íbúa þeirra, sem eiga að byggja á þjónustustöðlum sem ríkið setur sjálft og eiga að nægja fyrir launum og öðrum rekstrarkostnaði. Nú er þó svo komið að Akureyrarbær hefur á undanförnum fimm árum greitt 843 milljónir með rekstrinum vegna þess að daggjöld hrökkva of skammt.
Undanfarin misseri hef ég heyrt fleiri dæmi um tregðu ríkisvaldsins til að standa við gerða samninga. Það er þyngra en tárum taki að sveitarfélögin þurfi að standa í endalausu stappi, jafnvel málaferlum, við að krefja ríkið um efndir á samningum. Það er eðlilegt að sveitarfélögin skipuleggi og sinni helztu þjónustu við íbúana en til þess þarf fjármuni.

Efla atvinnulíf

Eitt helzta baráttumál okkar Pírata, burtséð frá því að ríkið standi við gerða samninga, er að efla sveitarfélögin fjárhagslega þannig að þau eigi auðveldara með að sinna lögbundnum skyldum sínum og veita íbúum góða þjónustu. Við höfum talað fyrir því að gistináttagjald verði eftir í þeim sveitarfélögum þar sem það fellur til, auk þess sem það gæti líka átt við virðisaukaskattinn að hluta og aðra tekjustofna.
Samhliða þessu þarf að efla atvinnulíf á landsbyggðunum, t.d. með bættu flutningskerfi raforku og meiri hlutdeild í ferðamannaiðnaðinum. Sú staðreynd að flugvélaeldsneyti er dýrara á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum er ekki til að bæta samkeppnisaðstöðu þeirra gagnvart Keflavíkurflugvelli. Þessu má breyta með litlum tilkostnaði, t.d. með því að færa þessa tegund eldsneytis undir lög um jöfnun flutningskostnaðar á eldsneyti.
Fái ég brautargengi í komandi kosningum til Alþingis mun ég beita mér í framangreindum málum og mörgum fleiri, líkt og hingað til. Það er til mikils að vinna. Meiri hagsæld og aukin lífsgæði eru í húfi.

Höfundur er Einar Brynjólfsson, þingmaður og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi.

Birtist fyrst í Akureyri vikublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist