fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Vilhjálmur uggandi: Munu vogunarsjóðirnir hafa 90 milljarða af Íslendingum?

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 27. október 2017 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA.

„Ég vona að almenningur í þessu landi átti sig á því hvað er að gerast beint fyrir framan augun á okkur varðandi kaup vogunarsjóðanna á Arion banka sem átti sér stað 12. febrúar 2017.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í pistli á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur talsverða athygli. Þar fjallar Vilhjálmur um þá hagsmuni sem eru í húfi fyrir íslenska þjóð og hvetur íslenska ríkið til að nýta sér forkaupsrétt á Arion banka sem samið var um á sínum tíma.

„Rétt er að geta þess að þegar samið var um stöðueikaframlög árið 2015 setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í viðskipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 80% af bókfærðu eigin fé bankans,“ segir Vilhjálmur í færslunni.

Hann nefnir að samkvæmt ákvæðum þessa stöðugleikasamnings hafi ríkissjóður forkaupsrétt að hlutafé Arion banka ef Kaupþingi sé gert tilboð í hlutafé í bankanum sem er 80 prósent eða minna af bókfærðu eigin fé bankans eins og það er skráð í nýjasta endurskoðaða uppgjöri bankans þegar tilboðið er gert.

„Það sem gerðist var að vogunarsjóðirnir ganga frá kaupum á Arion banka 12. febrúar 2017. En hvað var gert þegar vogunarsjóðirnir keyptu bankann, jú það var miðað við óendurskoðað uppgjör Arion banka vegna fyrstu níu mánaða ársins 2016. En í því óendurskoðaða uppgjöri var bókfært eigið fé 206,9 milljarðar króna eða 103,5 krónur á hlut. Takið eftir að kaupverðið skreið rétt yfir 80% lágmarkið eða nánar tilgetið 81 prósent af virði hvers hluta miðað við bókfært eigið fé,“ segir Vilhjálmur sem bætir við:

„En takið nú eftir, kaupin áttu sér stað 12. febrúar 2017 daginn eftir að tilboð vogunarsjóðanna var samþykkt eða nánar tilgetið 13. febrúar 2017 er lagður fram endurskoðaður ársreikningur fyrir árið 2016. Endurskoðaði ársreikningurinn sem lagður var fram sólarhring eftir að tilboð vogunarsjóðanna var samþykkt sýndi að kaup þeirra voru undir 80 prósent af bókfærðu fé Arion banka enda hafði bókfært eigið fé bankans hækkað umtalsvert síðustu þrjá mánuði árisins!“
Vilhjálmur segir að hvert mannsbarn sem skoðar gögn um söluna á Arion banka til vogunarsjóðanna sjái þær „skefjalausu blekkingar“ sem stundaðar voru.

„Hugsið ykkur miða við 9 mánaða óendurskoðað uppgjör til að geta fengið bankann á undirverði en daginn eftir kaupin er birtur endurskoðaður ársreikningur sem gerir það að verkum að vogunarsjóðirnir fengu bankann á undirverði. Því er ljóst að hér var klárlega blekkingum beitt til að vogunarsjóðirnir yrðu rétt yfir þessu 80% viðmiði sem hefði annars virkjað forkaupsrétt ríkisins á Arion banka.“

Vilhjálmur segir að þetta þýði aðeins eitt fyrir íslenskan almenning. Vogunarsjóðirnir eigi orðið Arion banka og nú geti þeir lækkað eigið fé bankans niður og tekið tæplega 90 milljarða út úr bankanum. „Hér er verið að hafa gríðarlega upphæð af íslenskum almenningi og með ólíkindum að þetta sé að gerast beint fyrir framan augun á íslenskri þjóð,“ segir hann.

Hann setur þetta í samhengi og segir að upphæðin slái í það sem kostar að reisa nýjan Landspítala og spyr hvort stjórnvöld ætli að láta erlenda vogunarsjóði fá Arion banka á silfurfati.

„Hér er um risastórt hagsmunamál að ræða sem verður að stoppa enda liggur fyrir í öllum opinberum gögnum að blekkingum var beit til að vogunarsjóðirnir gætu fengið bankann á undirverði og til að reyna að komast hjá forkaupsréttarákvæðum ríkissjóðs.

Við verðum að stoppa það að vogunarsjóðirnir hafi af íslenskum almenningi tæpa 90 milljarða eins og allt lítur út fyrir að gerist ef ekki verður gripið inní eins og skot! Við þurfum að stoppa þennan gjörning af, enda þarf íslenskt samfélag að nota þessa fjármuni í innviðauppbyggingu eða í önnur þjóðþrifamál hér á landi.
Alla vega látum við ekki erlenda vogunarsjóði hafa okkur af fíflum eina ferðina enn og ganga hér í burtu með 90 milljarða og það um hábjartan daginn beint fyrir fram nefið á okkur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins