fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Pírati sakaður um skrum í aðdraganda kosninga: „Þetta er stór auglýsing um vanhæfni“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 13:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi segir útspil Jóns Þór Ólafssonar þingmanns Pírata um að kæra kjararáð vera stóra auglýsingu um vanhæfni og skrum aðdraganda kosninga. Jón Þór tilkynnti í grein sem birtist í gær að hann hygðist kæra ákvörðun kjararáðs frá því í fyrra, en ákvörðunin hækkaði laun þingmanna tvöfalt meira en hækkanir almenns launafólks. Ákvörðun kjararáðs, sem greint var frá rétt eftir kosningarnar í fyrra, var vægast sagt umdeild. Mótmælt var á Austurvelli, verkalýðshreyfingin sagði ákvörðunina skapa upplausn og gaf forseti Íslands það meðal annars út að hann afþakkaði launahækkunina. Jón Þór segir að þar sem öll úrræði á Alþingi væru fullreynd þá væri eina leiðin til að leiðrétta ákvörðunina að kæra:

„Sumarið fór því í að vinna kæruna og haustið í að leita að verkalýðsfélagi því lögfræðingur minn segir mestar líkur á að dómsstólar verði að taka við kærunni (stefnunni) ef verkalýðsfélag kæri með mér. Ef verkalýðsfélag er ekki aðili málsins til að sinna hagsmunagæslu fyrir sína félagsmenn svo vinnumarkaðurinn fari ekki út í höfrungahlaup og hagkerfið í óðaverðbólgu; þá er það engin. Það verkalýðsfélag sem sér hættuna sem það veldur hagsmunum félagsmanna sinna að láta hækkun kjararáðs standa óbreytta, það þarf aðeins að segja já og við kærum. Allt er tilbúið.“

Gunnar Smári segir á Fésbók að útspil Jóns Þórs sé stór auglýsing um vanhæfni:

Þú afsakar Jón Þór, en þetta er stór auglýsing um vanhæfni. Tók það þig heilt ár að skrifa þessa grein? Þú segir að sumarið hafi farið í að finna verkalýðsfélag til að vera með á kærunni, en uppskeran er engin. Viltu ekki hlífa okkur við svona tilgerðarábyrgð?,

segir Gunnar Smári og bætir við:

Þú hefur þegið þessa launahækkun í heilt ár en poppar svo upp korteri fyrir kosningar með illa undirbúið mál í von um að líta út fyrir að vera einhver réttlætisriddari. Kallaðu nú þessa grein til baka, biðstu afsökunar og snúðu þér að alvöru pólitík. Það vantar ekkert upp á skrumið í aðdraganda þessara kosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi