fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

„Unga kynslóðin í dag er sú fyrsta í sögu Íslands sem hefur verri tækifæri en kynslóðin fyrir ofan“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson og Þorsteinn Sæmundsson. Samsett mynd/DV

„Það er verk að vinna í þessu samfélagi, það sem ég hef sérstakar áhyggjur af er staða ungs fólks. Við sjáum að unga kynslóðin í dag er sú fyrsta í sögu Íslands sem hefur verri tækifæri en kynslóðin fyrir ofan. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 90% á sjö árum, við erum búin að ganga allt of langt í skerðingu, fjórða hver fjölskylda er dottin úr barnabótakerfinu, helmingurinn er dottin úr vaxtabótakerfinu. Þetta eru tól sem stjórnvöld hafa til að mæta ungu fólki, fjölskyldufólki, og við höfum ekki verið að nýta þau,“

sagði Ágúst Ólafur Ágústsson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ræddi hann þar um áhersluatriði Samfylkingarinnar ásamt Þorsteini Sæmundssyni frambjóðanda Miðflokksins sem ræddi um áhersluatriði síns flokks. Þorsteinn sagði helsta verkefni síns flokks væri að lækka vexti. Ágúst Ólafur ræddi um áætlun Samfylkingarinnar að berjast gegn ofbeldi í samfélaginu, hafði hann einnig miklar áhyggjur af stöðu ungs fólks og fjölskyldufólks, sem og eldri borgara, sagði hann að stjórnvöld hefðu gengið allt of langt í að skerðingum og með því væri verið að refsa fólki fyrir að vinna. Samfylkingin hefur verið gagnrýnd að undanförnu fyrir kosningaloforð sem krefjast mikilla fjárútláta, þá sérstaklega í heilbrigðis- og menntakerfinu, sagði Ágúst Ólafur að skattar yrðu ekki hækkaðir á almenning, lágtekju- og millitekjufólk, heldur aðeins hátekjufólk:

Við þurfum hærra auðlindagjald í fyrsta lagi, minna en 1% af ríkistekjunum koma í gengum auðlindagjöldin. Auðvitað viljum við ekki þrengja að sjávarútveginum, sjávarútvegurinn er sjálfbær og vel rekin grein, en þetta er líka auðlindagjald gagnvart orkufyrirtækjunum. Svo þurfum við að finna leiðir til að fá meiri tekjur frá erlendu túristunum.

Þorsteinn: Höfum þegar gert hið ómögulega tvisvar eða þrisvar

Þorsteinn segir að fyrir utan uppstokkun á fjármálakerfinu og að færa nýjan Landspítala frá Hringbraut þá vilji Miðflokkurinn nota milljarðana innan úr bankakerfinu til þess að greiða niður skuldir ríkisins en einnig að ráðast í uppbyggingu innviða. Hann lagði einnig mikla áherslu á að lækka tryggingagjald, mest hjá litlum fyrirtækjum:

Fólk mun finna fyrir því þegar Miðflokkurinn kemst að, að hér verða ekki allir skattaðir í drep eins og Samfylking og Vinstri græn hafa boðað. Það sem líka finna fyrir því að hér yrðu vextir lækkaðir hressilega. Lítil og meðalstór fyrirtæki myndu blómstra. Aldraðir og öryrkjar munu hafa það betra. Og fólk mun finna fyrir því að það á greiða leið inn í verknám og iðnnám sem mun leiða til minna brottfalls.

Aðspurður hvort það mætti líkja Miðflokknum við afgreiðslumann í verslun sem reyndi að eignast vini með því að gefa þeim nammi úr hillunum sagði Þorsteinn:

Nei, en þetta er mjög skemmtileg samlíking. Eins og vant er þegar við komum fram með djarfar hugmyndir þá koma úrtölumenn og segja að þetta og hitt sé ekki hægt, við erum þegar búin að gera hið ómögulega tvisvar eða þrisvar, þessi hópur sem stendur að Miðflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi