fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Karl: „Mig óar við tilhugsuninni um að Vinstri græn og þeir komist aftur að“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 25. október 2017 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu stjórnmálaflokkar bjóða fram í öllum kjördæmum, auk tveggja flokka sem bjóða fram í einstaka kjördæmum. Alls eru 1.370 manns á framboðslistum flokkanna og þar innan um er fólk sem skarað hefur fram úr á ýmsum sviðum öðrum en stjórnmálum. Þetta er brot úr lengri grein úr Helgarblaði DV.

Karl Berndsen – Hárgreiðslumeistari og öryrki

Flokkur fólksins – 7. Reykjavík norður

Karl segist hafa flakkað mikið á milli stjórnmálaflokka í gegnum tíðina. „Ég byrjaði í Alþýðuflokknum, foreldrum mínum til lítillar ánægju. Síðan varð ég Sjálfstæðismaður, síðan Framsóknarmaður og nú er ég kominn í Flokk fólksins. Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík, ekki mjög mikinn en samt nokkurn. Það er hægt að segja að ég hafi prófað að lifa báðum megin við borðið. Annars vegar í allsnægtum og hins vegar sem öryrki. Það breytir ýmsu.“ Karl mætti á fundi flokksins og hreifst af áherslunum. Í kjölfarið var hann beðinn að taka sæti og hann varð við því.

„Ég er algjörlega tilbúinn í slaginn. Við erum að tala við fólk og reynum að snúa þeim sem snúið verður. Ég bý í Hamrahlíðinni þar sem búa margir öryrkjar og við verðum að standa saman. Þó að við myndum ekki ná inn á þing þá virðast allir vera komnir með mál öryrkja og eldri borgara á dagskrá. Það þarf að gerast eitthvað í þessum málum og mig óar við tilhugsuninni um að Vinstri græn og þeir komist aftur að. Þeir fóru nú ekki vel með okkur á sínum tíma.“ Karl segir aðaltakmarkið að koma flokknum á þing og allt meira en það yrði plús. En hefði hann áhuga á því sjálfur? „Já, ég held það. Einhvers staðar á mjög djúpu plani.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi