fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Þau fagna falli Íslensku þjóðfylkingarinnar: „Heimska hægrið verður sér enn og aftur til skammar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 14. október 2017 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því á vef Ríkisútvarpsins að Íslenska þjóðfylkingin hafi tilkynnt yfirkjörstjórnum að allir listar hafi verið dregnir til baka. Gert var athugasemdir við listana af yfirkjörstjórn en margir sem voru á meðmælalista könnuðust ekki við að hafa mælt með Íslensku þjóðfylkingunni. Þá segir einnig í frétt RÚV að stór hluti undirskriftanna hafi haft afar svipaða rithönd, með öðrum orðum, grunur lék á að undirskriftir hefðu verið falsaðar.

Haft var samband við marga á listum Íslensku þjóðfylkingarinnar símleiðis og kannaðist meirihluti ekki við að hafa mælt með flokknum. Eyjan greindi frá því fyrr í vikunni að Íslensku þjóðfylkingunni gengi illa að ná tilskyldum fjölda meðmælenda og væri að berjast í bökkum.

Jón Valur Jensson, einn ötulasti talsmaður flokksins og ákafasti meðmælendasafnari, hringdi í símatíma Útvarps Sögu í þeirri sömu viku og upplýsti að nokkuð vantar enn uppá og auglýsti eftir aðstoð og meðmælendum. Þá stóð til að Jón Valur og Jens G. Jensson, oddviti flokksins í Reykjavík suður kæmu sér fyrir skammt frá Laugardalsvelli eftir leik Íslands og Kósóvó þar sem stóð til að reyna við hýra Íslendinga sem fögnuðu því að hafa tryggt sæti sitt á HM í Rússlandi. En nú er búið að flauta Jón Val og Jens úr leik og útséð með að þeir taki þátt  í lokaslagnum um sæti á Alþingi.

Á Facebook fagna margir falli þjóðfylkingarinnar. Halldór Auðar Svansson Pírati segir:

„Íslensk pólitík glímir við mörg vandamál en uppgangur afla sem gera út á einangrunarhyggju gagnvart útlendingum er ekki eitt þeirra. Þetta fær einfaldlega lítinn hljómgrunn. Það er í raun stórmerkilegt og afar gleðilegt.“

Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðiprófessor kann að meta þessi skrif sem og Snærós Sindradóttir á RÚV, Halldór Halldórsson borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, Hrannar Björn Arnarson, Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Andri Þór Sturluson.

Agnar Kristján Þorsteinsson:

„Djöfull væri nú gaman að finna öll Moggabloggin um stórsókn Íslensku þjóðfylkingarinnar og þjóðina sem flykkist á bak við ÍÞ.“

Þórgnýr Dýrfjörð segir:

„Jæja. Þar kom þó ein góð og uppbyggileg frétt úr kosningabaráttunni: Íslenska þjóðfylkingin getur ekki boðið fram. Bravó!“

Stefán Pálsson sagnfræðingur segir:

„Heimska hægrið verður sér enn og aftur til skammar. Því fagna allar góðar konur og menn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?