fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Loftslagsmálin: Göngum hraðar fram

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 14. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ari Trausti Guðmundsson þingmaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna skrifar:

Frammi fyrir margvíslegum afleiðingum hlýnunar á heimsvísu, reynum við að hemja losun gróðurhúsagasa og andæfa neikvæðum umhverfisbreytingum. Veðurfar á Íslandi breytist hratt. Gróðri fer fram en margt annað er okkur ekki að skapi, til dæmis öfgar í veðurfari og tilheyrandi tjón á landi.

Umhverfið líka í forgang

Í aðdraganda kosninganna verður mikil áhersla lögð á sömu mál og síðast; velferð og menntun í víðasta skilningi og úrbætur á vegum og brúm, tengingu þrífasarafmagns og ljósleiðara ofl. Umhverfismálin eiga líka að vera í forgangi, ekki bara jafnvægi milli náttúrunytja og náttúruverndar, heldur sér í lagi loftslagsmálin. Aðgerðir á stigi sveitarfélaga og ríkis verða að vera skipulagðar og full fjármagnaðar. Fólk og fyrirtæki til bæja og sveita eru líka mikilvægir leikendur í því dramatíska verki sem verður æ stærra og magnþrungnara. Þar gildia félagslausnir og samvinna í stað einkavæðingar og sérhyggju.

Mörg brýn verkefni

Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill auka veg og festu landsbyggðarinnar. Einmitt sú stefna tengist loftslagsmálum. Ég hef fært rök fyrir málefnum sem ég minni á hér, í samræmi við grunngildi VG:
Efnahagslega hvata og græna skatta til að stýra okkur í átt að grænna samfélagi – með tekjuívilnun til þeirra efnaminni svo þunginn þar verði sem léttbærastur.
Skýra, fjármagnaða aðgerðaráætlun sem miðar hraðar en nú að því að minnka losun gróðurhúsagasa og leggur um leið áherslu á kolefnisbindingu. Til þess þarf uppgræðslu rofins lands, endurheimt hluta votlendis og margeflda skógrækt. Styrkja á bændur, sem vilja minnka bústofn jafnvel tímabundið, til að leika stærra hlutverk en landgræðslu – og skógræktarbændur gera nú.
Heildræna orkuskiptaáætlun þar sem blandað er saman rafvæðingu bíla og vinnuvéla og nýtingu innlends eldsneytis á tækin. Þarna er um að ræða metan, alkóhól og lífdísil. Sumt af því má framleiða með samvinnu bænda.
Myndarlegan fjárstuðning frá hinu opinbera til rafvæðingar í samgöngum og atvinnuskyni, til nýsköpunar í orkumálum og til verkefna sem binda kolefni, m.a. fyrir atbeina bænda.
Að snúa við samþjöppun/fækkun vinnslustöðva í landbúnaði, minnka landflutninga, stytta vegalengdir að auðlindum, stytta vegalengdir okkar og ferðamanna að þjónustu, minnka sóun hráefna og matvæla, auka nýtingu hráefnis, t.d. lífræns úrgangs, og auka áherslu á innlenda matvælaframleiðslu.
Skýra stefnu um orkuþörf og þolmörk orkuvinnslu, ásamt greiningu á þolmörkum lands og samfélaga gagnvart ferðaþjónustu sem mun leiða til álagsstýringar á sumum stöðum og landsvæðum. Stærri hluti tekna af ferðaþjónustu á að verða eftir í héraði.

Áhersluatriðum sem þessum verður fylgt eftir nái VG að leiða félagshyggjustjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur; samsteypustjórn með öðrum og framsæknari áherslum en sáust á verkum fráfarandi stjórnar. Hverjum treystir þú?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?