fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Stærsta málið ekki á dagskrá

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 14. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin G. Sigurðsson skrifar:

Kosningarnar til Alþingis í lok október hafa enn ekki fundið farveg stóru málanna sem kosið verður um. Þó við blasi að Vinstri græn og Samfylkingin leiti allra færra leiða til að mynda ríkisstjórn með þriðja og jafnvel fjórða flokki þá er ekkert gefið í því. Píratar eru afar líklegir til að taka þátt í slíku samstarfi og skoðanakannanir nú benda til þess að flokkarnir þrír hefðu meirihluta þingmanna.

Þá hefur áhrifafólk innan þessara flokka talað ákaft fyrir slíkri stjórnarnmyndun, sem mun ráðast af þingstyrk þeirra og því hvernig viðhorfin verða innan raða Pírata til þess að ganga til samstarfsins, mögulega með nauman meirihluta.

Hinsvegar getur enn og aftur komið til kasta Framsóknarflokkins við myndun ríkisstjórnar. Hafi hvorugur vængurinn til hægri eða vinstri meirihluta á þingi getur flokkurinn haft um það úrslitaáhrif. Margt bendir til þess að flokkurinn halli sér heldur til vinstri eftir að Sigmundur Davíð og stuðningsfólk hans yfirgaf flokkinn. Aftur er óljóst um afdrif Framsóknar sem berst nú óvænt fyrir tilveru sinni á Alþingi Íslendinga eftir klofning og hatrömm átök.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri Suðra.

Stjórnmálin í landinu er nú nær því að skiptast í skýrar blokkir til hægri og vinstri en oftast áður. Þó vel geti farið svo að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn myndi saman ríkisstjórn, fái hvorugur kanturinn meirihluta, er það ólíklegra en áður. Slíkt samstarf myndi án efa leika vinstriflokkinn grátt og margir innan hans sjá rautt þegar slíkt er nefnt.

Endataflið er eftir. Það gæti orðið sviptingasamt og margt breyst þó stutt sé til kosninga. Miklu mun skipta þegar kemur að þingmannafjölda flokka hvort Björt framtíð og Viðreins haldi mönnum inni á þingi og getur það haft afgerandi áhrif á það hvort mynduð verði stjórn til hægri eða vinstri eftir kosningar.

Ekkert eitt mál hefur tekið yfir umræðuna þegar horft er til helstu málefna. Stærsta málið er varla nefnt, en það eru gengismálin. Viðreisn fór mikinn fyrir ári síðan og boðaði myntráð í aðdraganda upptöku evru. Flestir vita að þetta eru stærstu hagsmunamál heimila og fyrirtækja landsins og því áríðandi að það komist í brennipunkt umræðunnar.

Það hefur ítrekað verði leitt fram að fyrir vaxtamuninn á húsnæðis- og neyslulánum á milli Íslands og evrusvæðisins gæti fólk að jafnaði unnið mánuði styttra á ári eða sparað sér hundruð þúsunda á ári hverju einungis af hefðundu bílaláni. Ole Anton Bieltvedt benti á það í grein í Fréttablaðinu í liðinni viku af vextir á bílalánum í Þýskalandi gætu numið 1,69% en í kringum 9% hérlendis.

Vaxtabyrði af þýska bílaláninu er 355.000 krónur á ári, sé greitt af 6 milljón króna láni með sex árlegum afborgunum en af því íslenska tæplega 1.9 milljónir. Mismunurinn á vaxtakostnaði er rúmlega 1.5 milljónir króna á tímabilinu, eða 256 þúsund krónur á ári.

Vonandi snúast kosningarnar á loka metrunum um stóru málin á borð við fyrirkomulag gengismála, sem skipta sköpum fyrir lífsskilyrði í landinu í bráð og lengd. Flokkarnir á og í kringum miðjuna eru hikandi við að setja þessi mál á dagskrá vegna andstöðu flokkanna lengst til hægri og vinstri og hefðubundins hræðsluáróðs gegn mögulegri aðild landsins að Evrópusambandinu, sem aldrei kæmi til fyrr en að undangengnum tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum.

Flokkarnir þurfa að taka af skarið og setja stóru málin á dagskrá. Annars verða úrslit kosninganna enn óskýrari en við blasir að orðið gætu.

Grein Björgvins er leiðari Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?