fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Af hverju ekki þau hæfustu?

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. nóvember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prestar teljast til fagstétta. Fagstéttar sem er með sérhæfða menntun á háskólastigi og sérhæfðan þekkingargrunn sem starfið byggir á. Um er að ræða lögverndað og skilgreint starfsvið, eigið stéttarfélag, eigin siðareglur og gefið er út fagtímarit.

Prestar eru opinberir embættismenn sbr. 22. gr. laga nr. 70 frá árinu 1996 og starfa samkvæmt þeim skyldum, sem á opinbera embættismenn eru lagðar. Ætla mætti að með þeim skyldum fylgdu réttindi sem fælu í sér sanngirni varðandi val og veitingu prestsembætta.

Árið 2016 breytti kirkjuþing starfsreglum um val og veitingu prestembætta. Helsta breytingin var sú að valnefndir voru lagðar niður og þeirra í stað teknir upp kjörnefndir, sem kjósa presta í leynilegri kosningu án rökstuðnings. Og vegna þess, að kosið er leynilega, er farið framhjá jafnréttislögum nr. 10/2008 og lögum um opinbera stjórnsýslu.

Hið nýja kjörnefndarkerfi þótti mun lýðræðislegra, en valnefndirnar. Í kjörnefnd eiga allar sóknir sína fulltrúa og sitja aldrei færri en ellefu, en í stærstu prestaköllunum á höfuðborgarsvæðinu sitja flest um þrjátíu. Ef dæmi er tekið af einum fjölmennasta söfnuði landsins, Grafarvogssöfnuði, sem telur rúm þrettán þúsund sóknarbörn er kjörnefnd 0.002% af söfnuðinum og því erfitt að sjá hvers vegna þetta kerfi var talið lýðræðislegra. Af þessu má ljóst vera að hin eina lýðræðislega leið hlýtur að vera almenn prestskosning ef valnefndarkerfið var ólýðræðislegt.

Vissulega voru annmarkar á valnefndarkerfinu en það hafði líka sína kosti. Sú kvöð, sem lögð var á valnefndina, var að rökstyðja val sitt og fylgja lögum um jafna stöðu kynjanna og fara um leið eftir lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 og einkum var vísað til starfsreglna um presta nr. 1110/2011.

Öll eigum við það sameiginlegt að hafa köllun og embættisgengi, sem leiðir okkur til starfa á sameiginlegum vettvangi kirkjunnar. En þær aðferðir, sem viðhafðar eru nú við val og veitingu prestsembætta í dag, eru síst til þess fallnar að auka samstöðu, samvinnu, traust og vellíðan innan prestastéttarinnar. Því þegar heil stétt getur ekki gengið að því vísu að menntun hennar, reynsla og áunnin þekking sé metin að verðleikum við val og veitingu embætta, verður að spyrja sig: Hvað ræður þá?

Af hverju vilja kjörnefndir ekki velja þann hæfasta? Þann sem er með mestu reynsluna og mestu menntunina? Er þetta ekki í mótsögn við val og ráðningar í önnur fagstörf?

Prestar hljóta að geta gert þá kröfu að vera metnir af verðleikum og að reynsla þeirra og aukamenntun sé metin burt séð frá kyni þeirra og aldri. Engin önnur fagstétt lætur bjóða sér það fyrirkomulag að vera valin í leynilegum kosningum án rökstuðnings árið 2017. Sérstaklega ekki við skipulagsheild sem kennir sig við réttlæti, jafnrétti og kærleika.

Prestastéttin er fámenn stétt eða um 150 manns. Mikið álag fylgir störfum hennar og stöðugt er verið að reyna að ýta undir aukna samvinnu, betri starfslíðan og starfsöryggi meðal hennar.

Því er mikilvægt að ekki sé um leið verið að nota kerfi sem ýtir frekar undir óþarfa samkeppni, sundurlyndi og óheilbrigð samskipti. Enga hvatningu til endurmenntunar né hreyfanleika í starfi. Fagstétt við þær aðstæður, lifir ekki lengi sem slík.

Trú okkar er sú að söfnuðir landsins hljóti að vilja standa vörð um faglegt starf í sinni sókn og geta þannig reytt sig á sem bestu og vönduðustu vinnubrögð og þjónustu kirkjunnar á hverjum stað. Því er mjög brýnt að vanda til þeirra reglna og verkferla sem kirkjuþing setur um val og veitingu prestsembætta og mikilvægt að farið sé eftir lögum og reglum í landinu.

Hildur Björk Hörpudóttir
Hildur Inga Runarsdóttir
Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
Fjölnir Ásbjörnsson
Magnús Erlingsson
Elín Salóme Guðmundsdóttir
Sigríður Óladóttir

Birtist fyrst í Vestirðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“