fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Enn frestar Hannes skýrslunni – Átti að birtast eftir helgi

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 17. nóvember 2017 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mynd/DV

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og höfundur skýrslu um
bankahrunið, sem til stóð að gefa út núna á mánudaginn, hefur frestað birtingu hennar fram í janúar.

Þetta segir hann í pistli á Pressunni. Skýrslan hefur tekið um þrjú ár í vinnslu, en átti upphaflega að koma út
árið 2015, samkvæmt samningi Félagsvísindastofnunnar Háskóla Íslands og fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

 

 

Um ástæðu frestunarinnar segir Hannes:

„Ég hef lokið skýrslu þeirri, sem ég tók að mér um bankahrunið fyrir fjármálaráðuneytið. Ég ætla samt að fresta skilum og væntanlega birtingu um nokkrar vikur, vegna þess að sanngjarnt er að gefa þeim, sem minnst er á í henni, kost á að skýra mál sitt, leiðrétta og gera athugasemdir. Hafa sumir þeirra kvartað undan því, að þeim gefist ekki nægur tími til þess.  Mér hefur ólíkt RÚV ekki fundist liggja neitt á, svo að ég ákvað að taka tillit til þeirra, en miða þá við tímann fram til 16. janúar. Hvað svo sem missagt er í þessum fræðum, er skylt að hafa það, sem sannara reynist.“

 

Kostnaður við skýrsluna nemur 10 milljónum og hafa 7.5 milljónir þegar verið greiddar út. Við verklok verða greiddar 2.5 milljónir. Skýrslan er á ensku og er um 315 blaðsíður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar