fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Birgir Guðmundsson: „Staða Katrínar sterk þrátt fyrir gagnrýni“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Guðmundsson stjórnmálafræðingur.

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir stöðu Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna sterka, þrátt fyrir mikla gagnrýni frá baklandi flokksins og tveggja þingmanna hans, fyrir að ganga til stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

 

„Staða Katrínar er sterk þrátt fyrir þessa gagnrýni. Hún nýtur trausts hjá meirihluta þingflokksins og formanna hinna flokkanna. Talað var um ákveðin ramma sem viðræðurnar byggðust á, um málefnasamninginn og skiptingu ráðuneyta og það að Katrín fái væntanlega forsætisráðuneytið gefur það til kynna einnig. Þá hafa þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins
ekki verið að kippa sér upp við þó sumir þingmenn VG styðji ekki viðræðurnar, sem gefur til kynna að þeir hafi fulla trú á að Katrín sé við
stjórnvölinn,“ segir Birgir.

En hver verður staða Katrínar ef þessar viðræður misheppnast ? Stendur hún veikari eftir ?

„Þeir sem styðja hana núna verða eflaust pirraðir og þeir sem styðja hana ekki munu eflaust gleðjast. En ef hún sér að viðræðurnar eru ekki að ganga upp gæti hún einfaldlega sett fram einhverjar kröfur og borið við að viðræðurnar hafi strandað á málefnunum, en hún myndi ganga snarreist frá viðræðunum, því hún hafi þó reynt. Hitt er svo annað mál, að ef illa fer, þá gæti VG borið álitshnekki af því og jafnvel fengið á sig það orð að vera ekki stjórntækir, eða gjaldgengir í samstarfi almennt. Ég á þó ekki von á að það gerist, það eru það mörg mál sem flokkarnir geta sameinast um. Helsta þrætueplið verður væntanlega um hvaða leiðir verður farið í skattamálum og tekjuöflun, “ segir Birgir.

Ekki er vitað hvenær  fyrsta formlega fundi stjórnarmyndunarviðræðnanna ljúki, hvort það verði nú seinnipartinn eða í kvöld, en talið er að  viðræðurnar allar standi fram að helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist