fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Bensínúttekt FÍB: „Costco sparar neytendum milljarða“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Samkvæmt úttekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) á þróun bensínverðs frá 1. janúar 2016 til 1.nóvember 2017 ríkir klassískur fákeppnismarkaður á Íslandi. Innkoma Costco er sögð hafa lækkað meðaltal eldsneytisverðs á landinu öllu um 10 krónur á lítra, eða sem nemur 3.5 milljörðum á ári. Það er um 10.300 krónur per íbúa. Innkoma Costco á eldsneytismarkaðinn er einnig sögð hafa skilað verulegri verðlækkun til neytenda þannig, að íslensku olíufyrirtækin hafi svarað samkeppninni með beinum hætti. Þar segir einnig að íslenskir neytendur hafi þurft að lifa við tugum króna hærri álagningu
á bílaeldsneyti samanborið við neytendur í nágrannalöndum.

 

„Meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á markaðnum er að afsláttardögum á
hefðbundnum stöðvum hefur fjölgað verulega frá miðju ári. Einnig hefur FÍB heimildir
fyrir því að víða hafi afslættir til hópa og fyrirtækja aukist á síðustu mánuðum,“

 

segir í tilkynningunni frá FÍB.

 

Í úttektinni kemur fram að Costco hafi frá opnun verið með hagstæðasta bensínverðið, en á síðustu
vikum hafi Orkan X og Dælan skipts á að vera með næst lægsta verðið. Þá segir að N1/Dælan bjóði aðeins betra verð á höfuðborgarsvæðinu, Orkan X við Skemmuveg sé með ódýrasta eldsneytið hjá Skeljungi, Atlantsolía bjóði upp á ódýrara verð á fimm stöðvum af 19, þar af eru þrjár á landsbyggðinni, Akureyri, Egilstaðir og Hveragerði. Þá býður ÓB/Olís sama verð á öllum stöðvum um land allt, en ódýrara frá dælu hjá ÓB.

Olíumarkaðurinn er sagður á tánum þar sem framundan séu miklar breytingar í landslagi olíuviðskipta.
Olís og N1 eru að tengjast verslunarkeðjum, háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Festi, sem rekur verslanir
Krónunnar, hefur verið keypt af N1, meðan Hagar, sem reka Bónus og Hagkaup, hafa skrifað undir kaupsamning á
öllu hlutafé í Olís. Þá hugðist Skeljungur kaupa verslanir 10-11, en þau kaup gengu til baka. Hinsvegar munu
Skeljungsstöðvarnar verða lagaðar af og færðar undir vörumerki Orkunnar og 29 starfsmönnum þegar verið sagt upp. Þá eru eigendur Atlantsolíu að kanna mögulega sölu á fyrirtækinu.
Hægt er að nálgast úttektina í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða