Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, viðurkennir að líklegt sé að Katrín Jakobsdóttir
formaður Vinstri grænna, verði forsætisráðherra, gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn fái fleiri ráðherrastóla, í
fyrirhuguðum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna tveggja, ásamt Framsóknarflokki.
Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn fengi fleiri stóla gegn því að Katrín yrði forsætisráðherra, svaraði Bjarni:
„Við skulum segja að það sé ekki ólíklegt.“
Þetta sagði Bjarni við RÚV í dag.
Mikillar andstöðu gætir meðal stuðningsfólks VG varðandi þennan ráðahag flokksins um að
hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn sem kemur skýrast fram á samfélagsmiðlum.
Hvort orð Bjarna muni róa þær öldur skal ósagt látið.