fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Óttast stöðnun komi til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og félags- og jafnréttisráðherra fráfarandi ríkisstjórnar, óttast stöðnun í þjóðfélaginu komi til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Þetta segir hann
í samtali við mbl.is.

„Við vitum auðvitað ekki hversu langt samtöl hinumegin eru komin, en í stuttu máli þá hefur verið mjög mikið ákall um breytingar í samfélaginu allar götur frá hruni. Það hefur valdið mikilli pólitískri ólgu.
Stjórnmálin eiga að snúast um það hvernig við horfum til framtíðar, hvernig við tökumst á við þær miklu
áskoranir og tækifæri sem sem blasa við okkur.

Maður óttast hins vegar að stjórn þessara þriggja flokka
sé fyrst og fremst að sammælast um óbreytt ástand.“

Viðreisn fundaði í dag með Pírötum og Samfylkingu, bæði til að vera undirbúin undir viðræður við VG og Framsókn
ef uppúr slitnaði við Sjálfstæðisflokkinn og einnig til að:

„…slípa saman línurnar upp á að geta veitt slíkri stjórn öfluga og málefnalega andstöðu.
Maður óttast að frjálslyndið láti undan í slíku ríkisstjórnarsamstarfi. Það veitir þá ekki
af að vera með vel samstillta stjórnarandstöðu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli