fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Brynjar: „Stundum þarf að gera það sem þarf til að mynda starfhæfa ríkisstjórn“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson tekur til varna fyrir VG í færslu á Facebook síðu sinni í dag. Hann segir það átakanlegt að lesa um árásir stuðningsmanna VG á Katrínu Jakobsdóttur og þingflokk Vinstri grænna fyrir að ræða við Sjálfstæðisflokkinn varðandi myndun ríkisstjórnar.

Í lokin segir hann síðan:
„Kannski er það rétt sem einn góður maður sagði um muninn á milli þesara tveggja flokka.
Hann er sá að Vg fólk hatar sjálfstæðismenn meðan þeir láta sér nægja að vera ósammála Vg fólki.
Kannski er eitthvað til í þessu.“

Björn Ingi Hrafnsson skrifar í athugasemd við færslu Brynjars að það sé: „…ekki síður átakanlegt að sjá
þig kominn fremstan í í vörnina fyrir Vinstri græna. Bæði fyrir þá og ykkur sjálfstæðismenn.
Öðruvísi mér áður brá vinur minn.“

Brynjar svarar því til að hann sé ekki í neinni vörn fyrir VG:

„Ég er ekki í neinni vörn fyrir þá kæri vinur.
Vinstri grænir hafa aldrei verið fyrsti kostur hjá mér eða öðrum sjálfstæðismönnum. Ekkert frekar en að við séum fyrsti kostur hjá þeim. Stundum þarf að gera það sem þarf til að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“

Spurningin er hvort orð Brynjars, um að gera þurfi sem gera þarf, megi túlka sem ákveðna undanlátssemi í viðræðum við VG, til dæmis þá, að láta Katrínu Jakobsdóttur eftir forsætisráðuneytið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu