fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Eyjan

Bjarni og Sigurður Ingi hittust í gær

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 10. nóvember 2017 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ræddust við á heimili Bjarna í gær samkvæmt mbl.is. Var þar rætt um aðkomu Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs einnig.

Formenn annarra flokka virðast ekki hafa átt í miklum samtölum í gær. Eyjan sagði frá því í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ætlaði að taka því rólega og þá greindi mbl.is frá því að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins hefði ekki ráðgert neinar viðræður. Þá hefur lítið heyrst frá herbúðum Pírata og Miðflokksins  en Logi Einarsson formaður Samfylkingar ku ekki hafa gefist upp á miðju-vinstri stjórn, þá væntanlega með aðkomu Viðreisnar líkt og hann stakk upp á í stofunni hjá Sigurði Inga í viðræðum VG, Pírata, Samfylkingar og Framsóknarflokksins.

Bjarni, Katrín og Sigurður Ingi hafa sagt að eðlilegt væri að formennirnir fái lengra svigrúm til viðræðna áður en forseti Íslands veiti einhverjum formanni umboðið til stjórnarmyndunarviðræðna og er talið að það svigrúm geti náð fram yfir helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk

Nína Richter skrifar: Engin dulnefni hér, takk
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli