fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Jóni Steinari stefnt af Benedikt Bogasyni fyrir meiðyrði

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari.

Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefur stefnt Jóni Steinari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara, fyrir meiðyrði í nýútkominni bók hans: „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“.

Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.  Í bókinni fullyrðir Jón Steinar að Hæstiréttur hafi framið dómsmorð á Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, árið 2012.

Einn dómara í málinu var Benedikt Bogason, sem krefst nú ómerkingar vegna ærumeiðandi ummæla, sem í þessu tilfelli eru orðið „dómsmorð“ en það er skilgreint sem: „…dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu,“ segir Jón Steinar í bók sinni, með vísun til gamallar skilgreiningar. Að auki er orðið skilgreint með þeim hætti, að þau lögmál sem gildi um vandaðan málarekstur séu brotin, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.

Að sögn RÚV krefst Benedikt þess að fimm ummæli í bókinni verði dæmd dauð og ómerk, en málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Minnisleysi ráðherrans
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?