fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Sigurður Ingi segir einfaldast að mynda stjórn með VG og Sjálfstæðisflokknum

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 16:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í útvarpsþættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu í morgun
að einfaldast væri að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og VG. Hann sagðist einnig hafa hvatt Katrínu Jakobsdóttur formann VG, að halda stjórnarmyndunarumboðinu og taka Sjálfstæðisflokkinn með í viðræður, eftir að slitnaði upp úr viðræðum núverandi stjórnarandstöðuflokka síðastliðinn mánudag.

 

Þetta er kunnuglegt stef hjá Sigurði Inga, sem talaði aftur um að skapa sátt frá hægri til vinstri
sem samstarf Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknar yrði. Þá leist honum ekki á samstarf Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og flokks fólksins, því það myndi ekki skapa nægilega sátt í samfélaginu.

Hann segist einnig hafa lagt það til að það yrðu jafnvel sex flokkar í ríkisstjórn, en fram hefur komið að
hann hafi ekki viljað fá aðkomu Viðreisnar líkt og Logi Einarsson formaður Samfylkingar sagðist hafa lagt til.
Hinsvegar talaði Sigurður Ingi við Sigmund Davíð formann Miðflokksins, sem hafði verið tilbúinn til viðræðna,
en ekkert hafi komið út úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera