Almannatengillinn Andrés Jónsson spáir fyrir á Facebook-síðu sinni um hvernig ráðherralisti kunni að verða ef stjórn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknar verði niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna sem nú standa sem hæst.
„Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir, utanríkisráðherra. Lilja Rafney Magnúsdóttir, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra. Rósa Björk Brynjólfsdóttir umhverfisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson, ferðamála, iðnaðar og viðskiptaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fjármálaráðherra. Ásmundur Einar Daðason, samgönguráðherra. Logi Einarsson, félagsmálaráðherra. Helga Vala Helgadóttir, dómsmálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson, menntamálaráðherra. Helgi Hrafn Gunnarsson, heilbrigðisráðherra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, tímabundinn ráðherra lýðræðismála ,“ skrifar Andrés.
Hann bendir á að ef þetta yrði niðurstaðan þá myndi það marka þau tímamót að konur færu með þrjú virðingamestu ráðherraembættin í fyrsta skipti í sögu Íslands. ANdrés segir:
„7 konur og 5 karlar. VG væri eingöngu með konur sem ráðherra. Í fyrsta sinn færu konur með þrjú virðingarmestu ráðherraembættin í einu: forsætis-, fjármála- og utanríkisráðuneytið. Ýmis spurningarmerki þarna vissulega um innri skiptingu en þetta eru allt mjög líkleg ráðherraefni myndi ég telja.“