fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Veiðigjöld þrefaldast milli ára

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 4. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðigjöld á landaðan afla í Bolungavík munu þrefaldast að krónutölu milli fiskveiðiára samkvæmt samantekt sem Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík hefur undir höndum. Á síðasta fiskveiðiári 2016/17 var 15 þúsund tonnum af bolfiski og rækju landað í Bolungavíkurhöfn, þar af 10 þúsund tonnum af þorski. Áætlað greitt veiðigjald var um 100 milljónir króna. Á yfirstandandi fiskveiðiári stefnir í að upphæðin hækki í 311 milljónir króna miðað við sama landaðan afla.

Það er einkum tvennt sem hefur breyst í forsendunum. Það fyrra er að veiðigjaldið er nú verulega hærra en á síðasta ár. Fyrir hvert kg af þorski verður veiðigjaldið 23 kr nú en voru 11 kr á síðasta fiskveiðiári. Hitt sem hefur breyst er að fallinn er niður afsláttur af álögðu veiðigjaldi sem útgerðir hafa fengið vegna kaupa á fiskveiðiheimildum. Hækkun veiðigjaldsins er vegna góðrar afkomu á árinu 2015, sem var mun betri en árið 2014. Hækkun veiðigjaldsins vegna betri afkomu í þorski og ýsu skýrir 140 milljónir króna af hækkuninni og 54 milljónir króna skýrast af því að afslátturinn er fallinn niður.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir í samtali við blaðið Vestfirðir að hann viti ekki um neinn sem andmæli því að ríkið innheimti veiðigjald en hann hefur áhyggjur af því að gjaldið sé of íþyngjandi fyrir útgerðina miðað við rekstrarforsendur um þessar mundir.  Afkoma í sjávarútvegi breytist mjög hratt og ef öll framlegðin fari í veiðigjaldið gæti það leitt til samþjöppunar veiðiheimilda. Jón Páll bendir á að síðustu ár hafi veiðiheimildir leitað inn á höfuðborgarsvæðið og hlutur þess í aflaheimildunum hefur vaxið. Þá minnir Jón Páll Hreinsson á tillögu í skýrslu um stefnumótun í fiskeldi þess efnis að hluti veiðigjalds á greinina renni til sveitarfélagsins þar sem starfsemi er. Segir Jón Páll það eðlilegt að hluti veiðigjaldsins í sjávarútvegi renni til sveitarfélaga.

 

 

Birtist fyrst í Vestfirðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi