fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Þegar gjafir sjá til gjalda

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi ráðherra.

Sighvatur Björgvinsson skrifar:

Miklar fréttir berast nú frá Bandaríkjunum um niðurstöður rannsókna sérstaks saksóknara á hvort , hvernig og þá hversu mikil áhrif stjórnvöld í Rússlandi kunni að hafa haft á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Fyrstu niðurstöður þeirra rannsókna eru sagðar hafa leitt í ljós, að aðilar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi bæði hannað og kostað áróður, sem náð hefur til langt á annað hundrað milljóna bandarískra kjósenda og kostað hafa hundruði milljóna bandarískra dollara. Þetta hafi gerst fyrir milligöngu samfélagsmiðla hverskonar, sem selja auglýsendum aðgang og taka fyrir það háar fjárhæðir. Gleymst hefur hins vegar að geta þess í öllum hamaganginum, að sömu úrræði hafa staðið opin fyrir bandarísk fjársterk fyrirtæki og auðmenn sem þannig geta beitt auðlegð sinni til þess að hafa áhrif á ákvarðanir flokka og frambjóðenda og niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Þegar talið er að í hlut eigi rússnesk stjórnvöld er sérstakur saksóknari látinn rannsaka hlutina. Þegar innlendir auðmenn og stórfyrirtæki eiga hlut að máli er kíkirinn settur fyrir blinda augað og þögnin látin ríkja.

líkavið

En hvað kemur þetta okkur Íslendingum við? Jú, síðasta kosningabarátta sýnir okkur glögglega- þ.e. þeim, sem vilja sjá – að þessar aðferðir tíðkast líka hér hjá okkur. Ábyrgir voru ekki Rússar eða rússnesk stjórnvöld heldur fjársterkir innlendir aðilar. Samfélagsmiðlunum var óspart beitt til áróðurs gegnum aðkeyptar auglýsingar – aðallega illmælgi og níð um þann og þá, sem auglýst var gegn – án þess að nokkurs staðar kæmi fram hvað sá eða þeir heita eða eru, sem reikninginn borguðu. Framboðsaðilar – þ.e. stjórnmálaflokkarnir sjálfir – voru ekki greiðendurnir og voru ekki skrifaðir fyrir illmælginni heldur einhver eða einhverjir fjársterkir aðilar sem beittu ríkidæmi sínu til þess að kaupa illmælgi og níð af þessu tagi gegn þeim, sem þeim var illa við til gagns fyrir þá, sem þeim líkaði. Sjálfstæðisflokkurinn kostaði ekki auglýsingarnar um Skatta-Kötu en engum getur dulist af hverjum sá auglýsandi dregur dám. Sá á mikla peninga og skirrist ekki við að nota þá svona. Þetta er langt í frá eina dæmið. Þau eru mörg – og í margra þágu og voru mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu.

Glöggt mun heyrast geltið

Fyrir fáum árum voru sett lög í þeim tilgangi að takmarka möguleika fjársterkra aðila til þess að kaupa sig til áhrifa á Alþingi Íslendinga gegnum fjárstyrki til flokka eða einstakra frambjóðenda. Til þess að kaupa hagsmunum sínum varðhunda. Það var ekki að ástæðulausu sem slíkt var gert. Þegar fjársterkir aðilar lögðu einum einstaklingi 25 milljónir króna til þess að ná öruggu sæti á framboðslista þá var orðið tímabært að taka í taumana. Og það var gert. En auðmenn og peningar finna sér nýjar leiðir. Þær leiðir voru farnar í síðustu kosningabaráttu. Sömu leiðir og sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum er nú að upplýsa – en að vísu bara hvað varðar rússnesk stjórnvöld en ekki innlenda auðmenn. Hér á Íslandi eru rússnesk stjórnvöld ekki að verki. Bara íslenskir auðmenn. Þar komust þeir á bragðið – og brögðuðu hressilega. Með níði og illmælgi um andstæðinga í krafti peninga án þess að þurfa nokkrum að standa reikningsskap gerða sinna. Munu svo bara innheimta síðar hjá varðhundum hagsmunanna. Þá munu gjafir sjá til gjalda. Þá má glöggt heyra geltið.

Sighvatur Björgvinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi