fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Inga Sæland og Guðmundur Ingi hætta á örorkubótum: „Við miss­um allt það og verðum launþegar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 1. nóvember 2017 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir þingmenn Flokks fólksins hafa verið á örorkubótum. Þetta eru þau Inga Sæland formaður flokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson.  Þau eru nú launþegar eftir að hafa verið kosin á þing. Inga Sæland er lögblind og Guðmundur Ingi hefur verið örykri frá árinu 1999. Samkvæmt heimildum Eyjunnar hefur það ekki gerst áður að tveir þingmenn fari af bótum inn á þing og gerist launþegar.

Guðmundur tjáir sig um þessu breyttu kjör í samtali við Morgunblaðið. Hann segir:

„Við miss­um allt það og verðum launþegar.“ Þá er haft eftir honum að þau muni uppifa skerðingu á næsta ári vegna tekna sem þau fá nú í lok árs. „Við þurf­um að end­ur­greiða og alls kon­ar.“ Þann 1. júlí 2018 fer fram uppgjör ársins. „Það munu koma stórfurðuleg­ir hlut­ir úr þeim potti og ég hlakka eig­in­lega bara til að sjá hvernig það kem­ur út,“ segir Guðmundur og bætir við að margir öryrkjar lendi í að þurfa að endurgreiða ef þeir afla tekna á meðan þeir þiggja bætur. Það fæli öryrkja til að vinna aukalega með bótunum. Dæmi séu um að öryrkjar hafi tapað húsleigubótum og orðið fyrir frekari skerðingum vegna þátttöku á vinnumarkaði.

Guðmundur þekkir þetta vel. Hann var lögreglumaður í sjö ár og síðar verslunarstjóri Brynju. Hann lenti í bílslysi 1993 og aftur 1999. Eftir það hefur hann farið í þrjár aðgerðir og verið öryrki. Áður en hann gekk í Flokk fólksins var hann í Pírötum.

„Hinn 1. júlí er kallaður skerðing­ar­dag­ur­inn, fyr­ir flesta. Þetta er bara eins og hlut­skipti flestra ör­yrkja sem er auðvitað al­veg skelfi­legt, að tekj­urn­ar skuli hafa svona rosa­lega mik­il áhrif.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi