fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir borgarstjóraefni Miðflokksins

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 21:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, verður oddviti Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Þetta var opinberað í opnunarteiti skrifstofu flokksins á Suðurlandsbraut nú í kvöld.

Vigdís segir í samtali við Morgunblaðið að það sé verk að vinna í borginni og hún hafi ekki verið lengi að ákveða sig þegar þetta kom til, að verða borgarstjóraefni Miðflokksins:

„Það er mik­ill meðbyr með flokkn­um á höfuðborg­ar­svæðinu, ég hef fundið það síðastliðna mánuði. Við unn­um auðvitað mik­inn kosn­inga­sig­ur í Alþing­is­kosn­ing­un­um og sá meðbyr hefur haldið. Ég var raun­veru­lega bara að sinna því kalli að halda þess­ari sig­ur­göngu flokks­ins áfram,“

segir Vigdís við Morgunblaðið.

Vigdís var veislustjóri hjá Miðflokknum á kosningavöku Miðflokksins í október og hefur síðan verið orðuð við Miðflokkinn, en hún hefur verið afar náin formanninum Sigmundi Davíð síðan þau voru saman í Framsóknarflokknum.

Vigdís, sem var formaður fjárlaganefndar, hætti á þingi árið 2016.

Lokafrestur til að skila inn öðrum framboðum rennur út laugardaginn 17. febrúar klukkan 12. Efstu sex frambjóðendurnir verða svo kynntir til leiks þann 24. febrúar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk