
Enginn hefur ennþá skilað inn framboði vegna leiðtogaprófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en prófkjörið fer fram þann 27. janúar næstkomandi. Kemur þetta fram í Morgunblaðinu.
Aðeins Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa staðfest að þau munu gefa kost á sér.
„Ég er bara að fara að skila inn framboði og undirskriftum. Ég hlakka til baráttunnar,“
segir Áslaug í Morgunblaðinu í dag.
Kjartan segist skynja baráttuanda:
„Ég skynja á öllu því sjálfstæðisfólki sem ég hef rætt við mikinn baráttuanda. Fólk vill einhenda sér í baráttuna og vinna borgina.“