fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Fjórar fjölskyldur í Hæðargarðinum elda saman vikulega – „Þetta sparar peninga, tíma og fyrirhöfn“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórar fjölskyldumæður í Hæðargarðinum í Smáíbúðarhverfinu eru að gera dálítið sniðugt sem vakti athygli okkar á Bleikt. Við heyrðum í einni þeirra, Kristínu Ingu Arnardóttur, og forvitnuðumst um hvað í ósköpunum er í gangi þarna í póstnúmeri 108.

„Við erum með börn á svipuðum aldri og þannig þekkjumst við vel og höfum þróað með okkur vinskap í gegnum árin. Þetta eru allt frekar stórar fjölskyldur eða tvö til fimm börn á hverju heimili.“

Meðvitund um umhverfið

Kristín segir þær eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á umhverfismálum, og ræða þau oft sín á milli. „Við erum allar að flokka og duglegar að hjóla, sumar okkar eru í moltugerð, við notum fjölnotaburðarpoka, verslum oft á nytjamörkuðum í staðinn fyrir að kaupa nýtt og það er svona ýmislegt sem við reynum að gera til að minnka plastnotkun og matarsóun og hugsa um umhverfið. Við höfum rætt um að fá okkur hænur, en það er kannski pínu framtíðardraumur.“

Fyrir nokkru síðan sá Kristín myndband á Youtube sem fjallaði um Eco village, og þá kviknaði hugmynd. „Það eru þorp í Bandaríkjunum sem eru umhverfisvæn. Þorp sem reyna að minnka vistsporið eins mikið og hægt er. Þar kom fram að fjölskyldur sameinist um máltíðir. Með því sparast matur því það er hagkvæmara að kaupa í meira magni og maturinn nýtist betur, það sparast orka því það er bara ein fjölskylda sem þarf að kveikja á ofninum það kvöldið í staðinn fyrir fjórar, það sparar tíma og það sparar ferðir út í búð.“

Hráefni kvöldsins – lasanja fyrir 4 fjölskyldur!

Vinkonurnar hafa oft spjallað um matseld og einni datt í hug að þær mundu deila sniðugum hugmyndum með hinum. Spjallið þróaðist svo út í að fjölskyldurnar gætu sameinast um kvöldverði.

„Við ákváðum að prufa þetta og ætlum að hafa sameiginlegan mat einu sinni í viku, alltaf á fimmtudögum. Við skiptumst þá á að elda. Við höfum samt rætt að þetta verði að vera mjög sveigjanlegt og ef einhver getur ekki þá verður bara að láta vita og sjá hvernig það þróast. Ég er til dæmis að fara að elda á morgun og þá læt ég vita hvað er í matinn og hvenær maturinn er, fólk getur þá komið og borðað hjá mér eða bara sótt matinn.“

Engir gallar ennþá

Fjölskyldurnar eru nýbyrjaðar á þessu og hafa ekki enn rekist á neina galla við fyrirkomulagið. „Þetta er bara mjög gaman og skemmtileg samskipti við nágrannana auk þess sem þetta sparar peninga, tíma og fyrirhöfn og er gott fyrir umhverfið. Ég hvet því fólk til að prófa þetta,“ segir Kristín að lokum.

Þá er bara að heyra í nágrönnunum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð