fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025

Zendaya gefur ráð til að komast yfir sambandsslit: „Þú þarft að losa þig við allt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. janúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zendaya var að setja inn nýja færslu inn á smáforritið sitt sem er titluð „Hvernig ég lifði af brotið hjarta.“ Í færslunni gefur hún ráð fyrir þá einstaklinga sem eru að komast yfir sambandsslit og segir frá því hvað hún gerði þegar hún og kærastinn hennar hættu saman í fyrra. Í grundvallaratriðum þá leyfði hún sér ekki að velta sér upp úr sambandsslitunum.

Zendaya

„Ég byrjaði að neyða mig til að hafa gaman. Ég prufaði nýja hluti, fór út og bara gerði fleiri hluti,“

skrifaði Zendaya. Hún bætti við að heilbrigt samband þýði ekki að vera með makanum þínum allan liðlangan daginn. Hún mælti einnig með því að losa sig við hluti sem minna á fyrrverandi.

„Ég losaði mig við gömul smáskilaboð, myndir og klæðnað frá honum sem ég átti ennþá. Þú þarft ekki að halda í gamla plástra. Hentu því í ruslið! Þú þarft að losa þig við allt sem tengist þeim. Það er best að eyða númerinu þeirra. Og ef þú getur ekki alveg sleppt, breyttu allavegana nafninu þeirra í símanum þínum.“

Samkvæmt Huffington Post þá eru margir sérfræðingar sammála Zendaya um að það sé nauðsynlegt að fara út úr húsi og skemmta sér eftir sambandsslit.

„Gerðu eitthvað á „bucket-listanum“ þínum eftir sambandsslit. Svona hlutir eru táknmyndir fyrir næsta kafla í lífinu og minna okkur á að við séum að halda áfram.“

Hvað segið þið kæru lesendur, eruð þið sammála eða ósammála? Hvað gerðuð þið til að komast yfir fyrrverandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn

Fékk 21 árs dóm fyrir voðaverkin – Var allsgáður er hann framdi verknaðinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.