fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Par sem var sagt að þau gætu ekki eignast börn tilkynna meðgönguna á stórkostlegan hátt

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 18. febrúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Læknar voru búnir að segja við okkur að það væri nánast ómögulegt fyrir okkur að eignast barn náttúrulega. En hér erum við, komin 14 vikur á leið,“ sagði Amanda Diesen við Brides.com. Amanda og unnusti hennar Todd Krieg ákváðu að tilkynna meðgönguna með myndinni hér fyrir neðan á miðvikudaginn og hefur myndin slegið í gegn á netinu.

Todd var atvinnumótorhjólakappi áður en hann lenti í slysi 2014 sem gerði hann lamaðan fyrir neðan mitti. Hann var sendur á endurhæfingarstöð í Kaliforníu eftir slysið og kynntist þar Amöndu. Hún var iðjuþjálfinn hans og var fyrst „svo hrædd að vera ófagmannleg og reyna við skjólstæðing“ þrátt fyrir að finnast hann „svo myndarlegur.“  Eitt kvöldið sagðist hann svo vera hrifinn af henni og í kjölfarið flutti hún til Ohio til að vera með honum eftir að hann var útskrifaður úr endurhæfingu.

Þegar kom að þeim tímamótum hjá parinu að þau voru að spá í barneignum þá sögðu læknar að náttúrulegur getnaður væri erfiður vegna lömunar hans. Þess vegna stendur „It still works!“ eða „Það virkar ennþá!“ á myndinni.

Æðislega skemmtileg tilkynning um meðgöngu sem átti ekki að vera möguleg, við hjá Bleikt óskum þeim innilega til hamingju!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni