fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Tökum til í dómarasætinu og fögnum fjölbreytileikanum

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2017 16:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn er fullur af fólki.

6,987,000,000 manns til að vera nokkuð nákvæm.

Hver ein og einasta manneskja af þessum fjölda hefur ákveðna sýn á lífið og hennar sýn endurspeglar ekki sýn neinnar annarar manneskju. Ég er ekki að segja að það sé enginn sem hefur svipaðan smekk, stíl, skoðanir eða fleira því um líkt. Heldur sjáum við öll heiminn í gegnum okkar eigin „linsu“. Þessi linsa okkar er lituð af marvíslegum áhrifavöldum. Til dæmis hvar við ólumst upp, hvaða menntum við höfum, hvaða kyn við erum, hvort við eigum systkini og þá hvar í systkinaröðinni við erum, hvort við eigum foreldra á lífi og svona má lengi telja.

Þetta þýðir að við höfum öll mismunandi reynslu og mismunandi sýn.

Undanfarið hefur mikið verið opnað á ýmis málefni sem áður hafa ekki verið rædd í íslensku (eða erlendu) samfélagi, svo sem mál samkynhneigðra, trans einstaklinga, ýmis andleg veikindi, réttindi kvenna, réttindi og meðferð öryrkja og fatlaðra svo eitthvað sé nefnt.

Það er svo frábært að umræðan sé orðin svona góð og að vita til þess að íslendingar séu að miklu leiti lausir við fordóma og taki undir með svokölluðum „tabú“ málefnum.

 

The beauty of the world lies in the diversity of its people
– Unknown

Hinsvegar þykir mér ég ansi oft sjá hversu hratt við erum fljót að dæma aðra. Eða réttara sagt setja fólk í einhvern ákveðin hóp, flokka það eftir staðalímyndum.

Ég rakst á myndband á netinu um daginn sem mér þótti áhugavert. En það sýnir hvernig algengt er að litið sé á ákveðnar staðalímyndir og dæmt þær út frá því.

Miðað við hversu frábær, opin og góð umræðan er orðin um það hvað fólk er mismunandi og hversu dásamlegt það sé að við séum ekki öll eins. Þá finnst mér að við mættum mörg taka þetta myndband til greina og reyna að taka til í dómarasætinu okkar og einblína á okkur sjálf. Við vitum aldrei alla söguna á bakvið manneskjuna og getum einfaldlega ekki dæmt eftir útlitinu.

Áfram fjölbreytni og út með eineltið!

P.S. ég er á snap: anitaeh

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.