fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Nokkrar fullkomnar hugmyndir að Valentínusargjöfum

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er Valentínusardagurinn á næsta leyti en hann er frekar nýr af nálinni hérlendis. Engu að síður er fjöldi fólks sem nýtur þess að halda hann hátíðlegan. Þetta er auðvitað bara kjörin afsökun til þess að halda upp á ástina og njóta hennar í botn. Hefðin er að pör gefi hvort öðru gjafir – en það er auðvitað engin skylda. Við mælum þó eindregið með því að gefa frekar upplifun sem þið getið notið saman.

Hér eru nokkrar hugmyndir að Valentínusargöfum. Það er ljóst að engin ein hugmynd hentar öllum en þó sumar kunni að vera stórfurðulegar skal ekki gleyma því að lífið er til gamans gert og engin ástæða til þess að taka nokkru of alvarlega.

Mynd: Getty.

Blóm

Blóm eru sígild gjöf enda eru þau falleg, ilma vel og lífga upp á umhverfið. Þetta er kannski ofboðslega auðveldur kostur en það þarf ekki endilega að þýða að þetta sé ekki réttur kostur. Kannski er stóra spurningin sem þú þarft að spyrja þig, fílar ástin þín blóm? Ef svarið er já þarftu kannski ekki að leita lengra.

Rómantísk hótelferð

Rómantíkin nýtur sín betur þegar amstur hversdagsins er skilið eftir. Þess vegna er tilvalið að gefa gistingu á hóteli. Hægt er að finna ýmis tilboð á kostakjörum á aha.is og þó víðar væri leitað. Þið fáið frí frá ykkar hefðbundna umhverfi, sleppið við eldamennskuna og þurfið ekki að þvo sængurfötin sjálf eftir villta ástarleiki.

Rómantísk bústaðarferð

Ef þú hefur kost á því að komast í sumarbústað skaltu nýta tækifærið. Skellið ykkur í kósífötin, kveikið á kertum, hlustið á ljúfa tónlist eða glápið saman á rómantíska gamanmynd, eldið góðan mat og njótið þess að vera í friði og ró.

Eldaðu fyrir elskuna

Leyfðu ástinni þinni að slappa af á meðan þú útbýrð dýrindis máltíð. Þú þarft ekki einu sinni að vera hugmyndaríkur kokkur ef þú kannt að fylgja uppskriftum. Legðu á borðið, kveiktu á kertum, og njótið svo saman.

Frumsamið ljóð

Já, ég veit. *Andvarp* … ljóð. Þú þarft ekkert að vera eitthvert Nóbelsskáld til þess að segja hvað býr þér í hjarta. Og ef þér finnst það hallærislegt má það alveg. Af hverju ekki að yrkja aðeins um ástina? Þið getið meira að segja skipst á að semja hörmuleg ástarljóð til hvers annars!

Líður að kveldi,
Ástin mín blíða;
Hættum að yrkja
og förum að ríða!

Origami hjörtu

Hey! Föndraðu origami hjarta handa ástinni þinni. Þið getið líka föndrað svoleiðis saman. Lífið þarf ekki að vera flókið.

Gjafakarfa

Hvað kann ástin í lífi þínu virkilega vel að meta? Settu það saman fallega gjafakörfu. Leyfðu hugmyndafluginu að ráða för: Rauðvín, ostar og súkkulaði. Góð bók, baðbomba og freyðivín. Lesgleraugu, ullarsokkar og skáldsaga. Það má fylla þessa körfu með hverju sem er.

Pítsa

Þú last þetta rétt. Gefðu pítsu. Pítsa er ást.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.