fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Mangókubbar með kókosmjólk – „Í miklu uppáhaldi hjá Loga“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 11. febrúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er gómsæt uppskrift sem hentar vel fyrir 6 mánaða og eldri. Þetta mauk er í miklu uppáháldi hjá Loga þar sem hann elskar mangó. Uppskriftin inniheldur kókósmjólk sem er góð fita og er okkur öllum lífsnauðsynleg og sérstaklega fyrir ungabörnin sem eru nýbyrjuð að fá fasta fæðu. Kókosmjólkin inniheldur góðar fitusýrur sem örvar þroska heilans og augna og eykur heilbrigði beina. Einnig er hún ótrúlega rjómakennd og bragðgóð mjólk. Hún er hreint út sagt alveg frábært fyrir litla kroppa.

Uppskriftin er í stærra laginu, því mér finnst betra að úbúa aðeins meira og frysta.
Það sem þarf eru 2 lífræn mangó og 3/4 dós af lífrænni kókosmjólk (passa að hún sé ekki fituskert).

Gott er að skera toppinn og botninn af mangóinu þannig það sé stöðugt á brettinu til að afhýða það. Passa þarf að mangóið sé vel þroskað.

Mangóið og mjólkin er síðan maukað saman í til dæmis blender, með töfrasprota eða einhverju öðru sem þið eigið. Blandið vel saman þangað til maukið verður silkimjúkt. Hægt er að bæta meiri kókosmjólk við ef blandan er of þykk.

Best er að geyma maukið í góðum frystibökkum, ég fékk þessa frá NUK og þeir eru úr Fresh Food línunni þeirra sem mér finnst alveg æðisleg. Ég var búin að prufa að gera tilraun að frysta mauk í klakaboxum en það gekk alveg hræðilega að ná molunum úr. Það er ekkert mál ná molunum úr NUK frystibökkunum þar sem formin eru framleidd úr hágæða sílikoni (sem er auðvitað án BPA og annara eiturefna) og skammtastærðirnar eru passlegar í einn skammt fyrir Loga.

Ég mæli eindregið með því að eignast góðan frystibakka undir barnamatinn. Gerir gæfumuninn.

Loga finnst æði að fá stóran mangóbita til að smakka og skoða, nammi namm…


Greinin birtist fyrst á Helgagabriela.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann

Góð tíðindi fyrir meinta Gilgo-raðmorðingjann Rex Heuermann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi