fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Getur verið að karlmenn séu svona stjórnlausir – Nútíma skírlífsbelti vekur athygli

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski er þetta bara vel meint, en samkvæmt myndbandinu hér að neðan eru þessar buxur lausnin á þeim leiða vanda að konum sé nauðgað í tíma og ótíma.

Já það er alltaf verið að leita leiða til að gera okkur konurnar öruggari í umhverfi okkar. Lýsa upp dimma stíga, segja okkur að drekka nú ekki of mikið, selja okkur naglalakk sem getur greint hvort búið er að byrla okkur eitthvað út í kokkteilglasið, klæða okkur ekki alltof glyðrulega – og það nýjasta er skírlífsbelti – þessar sniðugu buxur sem kona á að klæðast þegar hún fer út á meðal manna (því þeir eiga jú erfitt með að hemja sig). Buxurnar eru þeirri náttúru gæddar að aðeins sú sem klæðist þeim getur afklæðst þeim. Svo að þegar ljóti nauðgarinn stekkur út úr runnanum og ætlar að kasta sér í klofið er konan „örugg“.

Við virðumst því miður ennþá vera langt frá því að setja ábyrgð á kynferðisbrotum þangað sem hún á heima og leyfa þeim sem nauðga að bera hana. Hvernig væri nú að fara að kalla karlmenn til ábyrgðar (já strákar, því miður er ykkar kyn mikill meirihluti þeirra sem nauðga)? Mér dettur ýmislegt í hug – nærbuxur sem gera holdris ómögulegt eða mjög sársaukafullt, skór með bjöllum sem glymja við hvert fótmál, almennilegar refsingar við nauðgunum, já bara leiðrétting á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu, og hei hér er rosalega byltingarkennd hugmynd – FRÆÐSLA um það hver ber ábyrgðina!

Nútímaskírlífsbeltið í myndbandinu minnir óneitanlega á þau sem voru vinsæl á miðöldum. Þá fóru menn hægri vinstri í svakalega langar krossferðir og til að sanna tryggð sína klæddust konur þeirra, sem heima sátu, skírlífsbeltum á meðan. Að sjálfsögðu mjög skýr birtingarmynd eignarhalds krossfaranna á konunum.

Kíkið á myndbandið og myndið ykkur skoðun!

This piece of clothing prevents sexual assault

Keep safe with a piece of clothing.

Posted by VT on 27. janúar 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra lykkjumálið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skrifar nokkuð óvænt undir eftir mikla óvissu í sumar

Skrifar nokkuð óvænt undir eftir mikla óvissu í sumar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur

Musk sagði að Trump væri í Epstein-skjölunum en svo reynist hann vera þar sjálfur
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“

Stytta reist af Trump og Epstein við þinghúsið í Washington – „Bestu vinir að eilífu“
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Segir að hann hafi ekki verið latur heldur annars hugar vegna ummæla Charlie Sheen

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.