fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Getur verið að karlmenn séu svona stjórnlausir – Nútíma skírlífsbelti vekur athygli

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannski er þetta bara vel meint, en samkvæmt myndbandinu hér að neðan eru þessar buxur lausnin á þeim leiða vanda að konum sé nauðgað í tíma og ótíma.

Já það er alltaf verið að leita leiða til að gera okkur konurnar öruggari í umhverfi okkar. Lýsa upp dimma stíga, segja okkur að drekka nú ekki of mikið, selja okkur naglalakk sem getur greint hvort búið er að byrla okkur eitthvað út í kokkteilglasið, klæða okkur ekki alltof glyðrulega – og það nýjasta er skírlífsbelti – þessar sniðugu buxur sem kona á að klæðast þegar hún fer út á meðal manna (því þeir eiga jú erfitt með að hemja sig). Buxurnar eru þeirri náttúru gæddar að aðeins sú sem klæðist þeim getur afklæðst þeim. Svo að þegar ljóti nauðgarinn stekkur út úr runnanum og ætlar að kasta sér í klofið er konan „örugg“.

Við virðumst því miður ennþá vera langt frá því að setja ábyrgð á kynferðisbrotum þangað sem hún á heima og leyfa þeim sem nauðga að bera hana. Hvernig væri nú að fara að kalla karlmenn til ábyrgðar (já strákar, því miður er ykkar kyn mikill meirihluti þeirra sem nauðga)? Mér dettur ýmislegt í hug – nærbuxur sem gera holdris ómögulegt eða mjög sársaukafullt, skór með bjöllum sem glymja við hvert fótmál, almennilegar refsingar við nauðgunum, já bara leiðrétting á meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu, og hei hér er rosalega byltingarkennd hugmynd – FRÆÐSLA um það hver ber ábyrgðina!

Nútímaskírlífsbeltið í myndbandinu minnir óneitanlega á þau sem voru vinsæl á miðöldum. Þá fóru menn hægri vinstri í svakalega langar krossferðir og til að sanna tryggð sína klæddust konur þeirra, sem heima sátu, skírlífsbeltum á meðan. Að sjálfsögðu mjög skýr birtingarmynd eignarhalds krossfaranna á konunum.

Kíkið á myndbandið og myndið ykkur skoðun!

This piece of clothing prevents sexual assault

Keep safe with a piece of clothing.

Posted by VT on 27. janúar 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há

Svona er að smitast af fuglaflensunni – Dánartíðnin mjög há
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari

Segir að Salah eigi ekki að vera valinn leikmaður tímabilsins – Nefnir annan mikilvægari
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Lenti í „martröð“ stuttu fyrir beina útsendingu: Birti mynd af sér rennandi blautri – Sjáðu hvað gerðist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.