fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Þórey kom sjálfri sér á óvart – „Það er allt í lagi að stíga út fyrir þennan blessaða þægindaramma!“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 30. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn mánudagsmorgun vaknaði ég með hugmynd í kollinum sem ég framkvæmdi aðeins örfáum mínútum síðar. Ég á það nú til að vera svolítið hvatvís og ef mér dettur eitthvað í hug geri ég það oft bara strax. „Hik er sama og tap“ eða „já ég geri það bara, why not“ eru setningar sem eiga mjög vel við mig.

En eins og ég er oft á tíðum opin og framkvæmdaglöð þá á ég það alveg jafn mikið til að vera föst í hinum svokallaða „þægindaramma.“ Þori litlu að breyta þegar það kemur að sjálfri mér, þá aðallega útliti mínu.

Af hverju er ég svona hrædd við það? Þar kemur sterkt inn hvernig ég hugsa oft um mig sjálfa, þá á ég við hvernig ég tala allt of oft neikvætt til mín. Líklegast hef ég verið hrædd um að fólk dæmi mig, en vitið þið hvað? Ég komst að því að ég er minn versti dómari!

Nú kemur að því sem þessi færsla snýst um. Af hverju fannst mér svona magnað að nota nýjan varalit á hverjum degi í eina viku? Og af hverju finnst mér það svona merkilegt að draga varalit upp úr varalitaboxinu mínum með lokuð augun og VERÐA að nota þann varalit í heilan dag sem ég dró blindandi?

Ég hef alltaf gengið með nude varaliti (þessa húðlituðu varaliti) og helst viljað vera með varirnar mínar eins ljósar og ég get.

Svona hef ég helst alltaf viljað hafa varirnar mínar á „litinn“

Af hverju? Jú, af því ég taldi mér trú um það að ég væri miklu sætari þannig. Ég var búin að ákveða að ég væri einfaldlega ljót með dökka liti, rauða liti eða bara LITI yfir höfuð. Svona hef ég í alvöru hugsað og það er alls ekki gott fyrir neinn að tala svona niður til sín.

En ég lét vaða í þessa áskorun á sjálfa mig, sýndi allt á Snapchatinu mínu og sett inn mynd af hverjum varalit á Instagram og notaði #7daysofnewlipstick.

Ég hefði aldrei trúað viðbrögðunum sem ég fékk við þessu litla (samt stóra) verkefni mínu, hrósin sem ég fékk og skilaboðin sem ég fékk send eru mér ómetanleg! Mínir Snapchat fylgjendur eru þeir allra allra bestu. Já ég sagði það, BEST <3

Það sem þetta kenndi mér er að það er allt í lagi að stíga út fyrir þennan blessaða þægindaramma! Það sem ég lærði hvað mest af þessu öllu saman er að ég er bara ég, sama hvaða varalit ég er með. Það kenndi mér líka eitt mikilvægt eftir að hafa deilt þessu með ykkur öllum er að ég er ekki ljót þó ég noti varalit, ég lærði að tala ekki svona illa til mín þegar ég horfi í spegil.

Stundum þarf ekki meira til en að skipta bara um varalit. Það kennir manni bara ansi margt!

Ég segi bara eitt stórt TAKK og ég mæli með að ÞÚ gerir eitthvað sem lætur þig stíga út fyrir þægindarammann, alveg sama hversu lítil skref þú tekur. DO IT! Það mun koma þér skemmtilega á óvart að breyta aðeins til, hrista upp í tilverunni og læra að meta nýja hluti í fari þínu.

Dagur 1

Dagur 2

Dagur 3

Dagur 4

Dagur 5

Dagur 6

Dagur 7

Ef þið hafið viljið fylgjast meira með mínum uppátækjum þá finnið þið mig á Snapchat & Instagram undir: THOREYGUNNARS

*Ef þú vilt lesa meira um varalitina og hvar Þórey fékk þá getur þú skoðað upprunalegu færsluna á fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val

Arnar Grétarsson nefnir sín stærstu mistök hjá Val
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Vill losa sig við franska félagið og einbeita sér að United

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.