fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Sannleikurinn um typpastærð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 7. ágúst 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt rannsókn sem náði til rúmlega 15.500 karlmanna víðs vegar um heiminn er meðallengd getnaðarlims í fullri reisn rétt rúmlega 13 sentímetrar. Í sömu rannsókn tókst að kveða í kútinn mýtuna um að samband sé á milli fótastærðar og lengdar getnaðarlims.

Til að komast að niðurstöðunni safnaði hópur breskra vísindamanna saman upplýsingum frá heilbrigðisstarfsmönnum sem byggjast á stöðluðum mæliaðferðum til að finna út meðallengd og meðalþykkt getnaðarlima. Vefsíðan vinsæla I Fucking Love Science greinir frá þessu.

Fór breski hópurinn í gegnum mælingar úr 20 mismunandi rannsóknum, sem náðu til 15.521 karlmanns og ættu niðurstöðurnar að gleðja einhverja karlmenn sem hafa áhyggjur af slíku.

Í ljós kom að linur getnaðarlimur er að meðaltali 9,16 sentímetrar að lengd á meðan meðallengd typpis í fullri reisn er 13,12 sentímetrar. Er þá verið að tala um mælingu sem nær frá lífbeini fram að efsta hluta kóngsins.

Linur limur er að meðaltali 9,31 sentímetri í ummál en ummál lims í fullri reisn er að meðaltali 11,66 sentímetrar.

Þá kom í ljós að typpi aðeins fimm karlmanna af hverjum hundrað er lengra en 16 sentímetrar í fullri reisn.

Þegar skoðað var hvort fylgni væri á milli typpisstærðar og annarra líkamlegra þátta eins og stærðar á eistum, þyngdar eða fótastærðar fannst lítið sem ekkert samband.

Tekið er fram í niðurstöðum að þó að engar vísbendingar hafi verið um samband milli kynþáttar og typpislengdar þá sé ekki hægt að draga ályktanir af því þar sem meirihluti mælinganna var gerður á hvítum karlmönnum.

Hægt er að lesa rannsóknina í heild sinni hér.

Birtist fyrst í DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað

Ákveðinn í að komast frá Chelsea og horfir á einn áfangastað
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“

Van Dijk vonsvikinn með hegðun stuðningsmanna: ,,Var nóg af fólki að segja þeim að þegja“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.