fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025

Löggusjálfa rakar inn aðdáendum og skilaboðum og já einn er einhleypur

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. september 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír lögreglumenn í Florída urðu óvænt vinsælt umfjöllunarefni á samfélagsmiðlum eftir að þeir deildu sjálfu af sér á Facebook.

Lögreglan í Gainesville í Florída deildi mynd af lögreglumönnunum Nordman, Hamill og Rengering um helgina, en þeir fóru á vettvang að aðstoða fórnarlömb fellibylsins Irmu.

„Þrennan er hluti af næturvaktinni, tilbúinn að taka til starfa,“ var skrifað með myndinni.

Og þrennan rakaði saman aðdáendum, þegar þetta er skrifað hafa 360 þúsund líkað við myndina og 208 þúsund deilt henni, en það voru 134 þúsund skilaboðin við myndina sem vöktu mesta athygli.

https://www.facebook.com/GainesvillePolice/posts/10154671675062015

„Ó nei, ég þarf aðstoð nú þegar…með eitthvað….frá lögreglumanninum hægra megin,“ skrifaði ein kona.

Annar bætti við: „Og bara si svona, þá fór glæpatíðnin í Gainesville upp úr öllu valdi og konur sem hingað til hafa verið löghlýðnar halda á glæpabrautina í anda Thelmu og Louise.“

„Þetta helst í fréttum: fjöldi flugmiða hefur selst í dag til Gainesville Florída. Í ótengdum fréttum, glæpatíðni í Gainesville hefur aukist að kvöldlagi,“ bætti þriðji húmóristinn við.

Lögreglustöðin uppfærði síðar statusinn með myndinni og róaði aðdáendur meðal annars með því að dagatal væri í vinnslu til að safna fé til styrktar fórnarlömbum Irmu.

Upplýsingar um lögreglumennina fengu einnig að fljóta með, aðdáendum þeirra til mikillar gleði.

1) Við tárumst yfir skilaboðunum. Þið hafið fengið lögreglustjórann okkar til að roðna yfir nokkrum þeirra.

2) Eiginkonur Nordman og Hamill finnst gaman að milljónir kvenna séu að missa sig yfir eiginmönnum þeirra.

3) Við getum staðfest að Rengering (lengst til hægri með frábæra hárið) er einhleypur.

4) En hann er einnig á leið í í vernd, svipaða vitnavernd, fyrir æstum aðdáendum.

5) Ekki hringja í 911 og óska eftir að þessi þrenna komi á staðinn vegna þíns „tilviks.“

6) Dagatal mun koma út.

„Takk fyrir öll skemmtilegu skilaboðin, þau hafa létt okkur lundina. Hvað dagatal varðar, þá ætlum við að gera eitthvað í því fljótlega og ágóði mun renna til fórnarlamba fellibylsins Irmu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Óhugguleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri

Óhugguleg líkamsárás við Kringluna í dag – Árásaraðilinn á grunnskólaaldri
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurður Hólmar skrifar: Fjórða vaktin – Raunveruleiki foreldra langveikra og fatlaðra barna

Sigurður Hólmar skrifar: Fjórða vaktin – Raunveruleiki foreldra langveikra og fatlaðra barna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

OK valið birgir í búnaði fyrir hljóð og mynd

OK valið birgir í búnaði fyrir hljóð og mynd
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Arnar fer ítarlega yfir valið og stórt verkefni fyrir höndum – „Einhverra hluta vegna fór hann framhjá fólki, þetta var bara sjálfsagt mál“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.