fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Móðir deilir einföldu og sniðugu ráði til að fá börn til að taka lyfin sín

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Lee, móðir sem búsett er í Englandi, deildi einföldu og sniðugu ráði á Facebook og hafa aðrir foreldrar lofað hana í hástert fyrir og fjöldi fólks látið sér líka við færsluna og deilt henni áfram.

Eins og allir foreldrar vita þá eru börnin okkar stundum veik og þurfa meðal í veikindunum. Lee fann þó „trikk“ til að koma lyfinu ofan í barnungan son sinn, án þess að dropi færi til stillis og án þess að hann gréti úr lungum við að þurfa að innbyrða ógeðið sem lyf oftast eru.

Hún setti einfaldlega lyfið í sprautu og síðan í pelatúttu sonarins, þar sem hann drakk lyfið sæll og glaður.

Skrifar hún á Facebook að hún hafi reynt í sólarhring til að fá hann til að taka lyfið með þeim afleiðingum að hann var allur útataður í því. Þá mundi hún eftir að hafa séð þetta „trikk.“

„Það fór ekki dropi til spillis og engin tár. Deilið endilega með öllum mömmum sem þið þekkið.“

Færslan fékk fljótlega góð viðbrögð og hafa yfir 120 þúsund deilt henni og þúsundir skrifað athugasemdir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“

Gary segir Óla Jó ekki segja allan sannleikann í ævisögu sinni – „Takk fyrir að nefna mig á nafn í bókinni“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til

Umdeildasta trúfélag landsins heyrir sögunni til
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta

Guardiola lokar vinsælum stað sínum vegna hækkandi skatta
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði

Þetta eru leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni sem geta nælt sér í jólafrí – Allir á hættusvæði
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa