fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Hvað er raunveruleg vinátta?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er vinátta?

Þetta er spurning sem ég hef velt óþarflega mikið fyrir mér undanfarna mánuði. Einhverra hluta vegna hélt ég alltaf fast í þá hugsun að góður vinur væri sá sem væri búin að vera í kringum þig hvað lengst og þekkti þig því vel.

En ég hef komist að því að vinátta er eitthvað allt annað.

Að finna sér góða vini sem meta vináttu þína og þú þeirra er mjög dýrmætt.

Það virðist flestum vera lítið mál að eignast vini og kunningja, eyða með þeim hellings tíma en átta sig svo á því að í raun voru þetta aldrei góðir vinir.

Að finna sér góðan vin sem þú tengir strax við og áttar þig á því að hjá þessari manneskju átt þú pláss í hjartanu, er í alvöru eitt það besta í heimi. Af því að vinir okkar eru ekki fjölskyldan okkar, þetta er ekki fólk sem þú munt reglulega hitta í gegnum ævina af því að þið farið í sömu jólaboðin og barnaafmælin. Þetta er bara manneskja sem þú hittir, tengir við og gefur þér pláss í lífi sínu einfaldlega af því að hún vill hafa þig þar.



Góðir vinir vita að þér líður ekki alltaf vel, þeir skilja og skynja hvenær þú þarft að vera einn og hvenær þú þarft þeirra stuðning. Það sama gildir um þig, þú áttar þig á því að það þarf tvo til að geta átt gott vinasamband. Þið styðjið hvort annað og veitið hvoru öðru gleði og hamingju.

Þið leyfið hvoru öðru að gera mistök og hjálpið svo til þegar þau eru búin. Þið lyftið hvort öðru upp og berið áfram í blíðu og stríðu. Af því að væntumþykja og umhyggja eru stór hluti vináttu.

Góður vinur er sá sem svarar brosandi í símann þegar þú hringir og hlakkar til þess að tala við þig. Þrátt fyrir að þið hafið ekki rætt saman í heilt ár. Það skiptir ekki máli, það er alltaf eins og þið hafið hist síðast í gær.

Vinátta snýst um að vera til staðar, veita gleði, hamingju, bros, öxl til þess að gráta á. En allt þetta skiptir engu máli ef vináttan er ekki raunveruleg. Ef það er ekki væntumþykja, von og vilji til þess að vinur þinn standi sig vel þá er vináttan ekki raunveruleg. 

Að vera góður vinur felur í sér að styðja, standa með, hrósa, hjálpa, upphefja, og elska.

Það bera allir sína bagga og raunverulegir vinir vita það en elska þig samt. 

Eftir að ég varð fullorðin og eignaðist börn þá fór ég virkilega að meta þá góðu vináttu sem ég hef í kringum mig.

Og það fer ekkert á milli mála hverjir eru þínir raunverulegu vinir.

Haltu í þá!

Þeir munu gera lífið þitt ríkara!

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum

Besta deildin: Frábær endurkoma Stjörnunnar – Skoruðu fjögur gegn Skagamönnum
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar

Orðið á götunni: Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar á fullu fyrir Katrínu sem virðist leggja blessun sína yfir aðferðir skrímsladeildarinnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.