fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

Lukaku útskýrir af hverju Mourinho velur hann alltaf í byrjunarliðið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku, framherji Manchester United hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir sína frammistöðu á þessari leiktíð.

Þrátt fyrir það hefur hann skorað 14 mörk og lagt upp önnur 6 í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Þá hefur hann skorað 22 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni en hann hefur byrjað alla leiki liðsins í deildinni nema einn vegna höfuðmeiðsla.

„Stjórinn sér mig sem sinn persónulega þjón á vellinum sem er kannski skrítið því venjulega eru það miðjumennirnir sem eiga að djöflast og hlaupa eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Lukaku.

„Ég legg alltaf hart að mér á vellinum en þegar allt kemur til alls þá er ég framherji og ég er dæmdur af þeim mörkum sem ég skora. Mourinho hefur hjálpað mér mikið en hann veit líka að ég hef baráttuandann sem þarf.“

„Ég hleyp mjög mikið fyrir liðið og stjórinn veit það. Ég mun alltaf setja liðið í fyrsta sæti, ég hef rætt það við hann og hann veit hvar ég stend,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum