Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, fer ekki í felur með stjórnmálaskoðanir sínar á Facebook-síðu sinni.
Þar hvetur hún alla til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og býðst jafnframt til að skutla viðkomandi á kjörstað. Hún segist þó ekki ætla að bjóða upp á bjór þó það komi vel til greina að fara á „happy hour“.
„Hvet alla Sjálfstæðismenn og aðra sem eru að hugsa um að setja x við D til að drífa sig á kjörstað, sérstaklega í Reykjavík norður þar sem að það er bráðnauðsynlegt að koma þessum prins, Birgir Ármannsson inn á þing. Skal keyra ykkur ef þið eigið ekki heimangengt. Hafið samband í PM ef ykkur vantar far,” segir Erna Ýr á Facebook og fær læk frá hluta forystu flokksins en Sigríður Andersen, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson læka öll færsluna.
Erna ýr er fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, en hún hefur starfað sem blaðamaður á fréttadeild Morgunblaðsins síðan í maí síðastliðnum.