fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Svona er staðan þegar nær öll atkvæði hafa verið talin

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 29. október 2017 09:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Lokatölur liggja nú fyrir í fjölmennustu kjördæmunum. Þegar talin hafa verið 197.905 atkvæði er Sjálfstæðisflokkur með 25,2 prósenta fylgi og 16 þingmenn kjörna en Vinstri græn með 16,9 prósenta fylgi og 11 þingmenn kjörna.

Sjálfstæðisflokkur missir fimm þingmenn frá síðustu kosningunum á meðan Vinstri græn bæta við sig einum.

Samfylkingin og Miðflokkurinn fá bæði sjö þingmenn; fylgi Samfylkingar er 12,1 prósent en fylgi Miðflokksins, sem bauð fram í fyrsta skipti, er 10,8 prósent. Framsóknarflokkurinn fær 8 þingmenn kjörna og heldur þingmannafjölda sínum.

Píratar missa fjóra þingmenn frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk tíu þingmenn. Hann fær sex þingmenn nú og 9,2 prósent atkvæða. Flokkur fólksins og Viðreisn eru síðan jafn stórir og fær hvor flokkur fjóra þingmenn. Flokkur fólksins er með 6,9 prósent atkvæða en Viðreisn 6,7 prósent.

Þetta þýðir að átta flokkar munu eiga fulltrúa á þingi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar